"Þetta var hark og mjög erfiður leikur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira," sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 4-3 sigur gegn Fram í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 3 Fram
Blikar byrjuðu vel en virtust svo slaka full mikið á klónni. Hvað gerðist "Ef ég vissi það hefði það sennilega ekki gerst. Kannski er einhver þreyta í okkur eftir þessa byrjun en stundum er þetta bara svona. Það gerist að lið eiga off daga. En það var karakter að klára þetta og lauma inn einu. Það var sætt."
Kristinn spilaði sinn 200. mótsleik fyrir meistaraflokk Breiðabliks í kvöld og hélt upp á það með tveimur mörkum.
"Já klárlega. Ég hefði viljað hafa þau þrjú en stundum hittir maður boltann ekki eins og maður ætlaði sér. En við tökum tvö mörk og sigur. "
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.