Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Memphis verður félagslaus
Mynd: EPA
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að leiðir hollenska landsliðsmannsins Memphis Depay og Atletico Madrid séu að skilja.

Atletico hafi ákveðið að framlengja ekki átján mánaða samningi hans, þrátt fyrir að áður hafi verið ætlunin að halda honum út næsta tímabil.

Memphis er 30 ára gamall, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester United, og fær nú frjálsar hendur í að velja sér nýtt félag.

Hann kom til Atletico fyrir 3 milljónir evra í janúar 2023. Hann sýndi góðar rispur og átti góða leiki en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner