Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 22. júní 2021 11:15
Elvar Geir Magnússon
Lið 9. umferðar - 22 ára munur á þeim elsta og yngsta
Helgi Valur Daníelsson verður 40 ára í næsta mánuði.
Helgi Valur Daníelsson verður 40 ára í næsta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann nýliðaslaginn.
Keflavík vann nýliðaslaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Níundu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær þegar Víkingur og KR gerðu 1-1 jafntefli í Fossvoginum. Hér má sjá úrvalslið umferðarinnar í boði Domino's en tveir leikmenn úr þeim leik eru í liðinu.

Karl Friðleifur Gunnarsson er hjá Víkingum á láni frá Breiðabliki og var valinn maður leiksins en hann naut sín vel í vængbakverðinum. Þá var Ægir Jarl Jónasson frábær á miðju KR-inga.



Þjálfari umferðarinnar er Óskar Hrafn Þorvaldsson hjá Breiðabliki en Kópavogsliðið slátraði FH 4-0. Davíð Ingvarsson var gjörsamlega frábær í bakverði Blikaliðsins og Árni Vilhjálmsson skoraði og lagði upp í leiknum.

Fyrirliði Keflavíkur, varnarmaðurinn Magnús Þór Magnússon, var valinn maður leiksins þegar Keflavík vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Leikni í nýliðaslag.

Fylkir á tvo fulltrúa eftir 3-1 sigur gegn ÍA. Helgi Valur Daníelsson og Óskar Borgþórsson skoruðu báðir í leiknum en eins og Vísir fjallaði um eru meira en 22 ár á milli þeirra tveggja. Helgi Valur fæddist 1981 en Óskar 2003. Óskar var í byrjunarliði í fyrsta sinn í efstu deild í þessum leik gegn ÍA.

Stjarnan vann 2-1 sigur gegn HK en bestu menn Stjörnunnar voru Heiðar Ægisson og Þorsteinn Már Ragnarsson á hægri vængnum sem sífellt voru ógnandi.

Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu og átti heilt yfir frábæran leik þegar topplið Vals vann 1-0 útisigur gegn KA. Patrick Pedersen er í úrvalsliðinu í þriðja sinn. Hann klúðraði vissulega víti í leiknum en bætti upp fyrir það með því að skora stuttu síðar.

Sjá einnig:
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner