Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 03. maí 2021 09:10
Fótbolti.net
Lið 1. umferðar - KR og Valur með flesta fulltrúa
Stefán Árni Geirsson er í liðinu.
Stefán Árni Geirsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit var frábær í marki Leiknis.
Guy Smit var frábær í marki Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. umferð Pepsi Max-deildar karla er að baki og hér má sjá úrvalslið umferðarinnar. Það er vel við hæfi að liðið sé með fimm manna vörn en átta lið skoruðu ekki í fyrstu umferðinni!

KR-grýlan í Kópavoginum heldur áfram og Vesturbæingar unnu 2-0 útisigur gegn Breiðabliki í stórleik umferðarinnar. Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar.

Þá eiga KR-ingar tvo leikmenn í úrvalsliðinu. Miðverðir KR voru frábærir og Arnór Sveinn Aðalsteinsson er í liðinu, þá er Stefán Árni Geirsson einnig í því.



Valsmenn eiga líka þrjá fulltrúa, eftir sigur gegn ÍA í opnunarleiknum. MarkaskorarnirPatrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson eru í liðinu og einnig bakvörðurinn Johannes Vall.

Guy Smit markvörður nýliða Leiknis átti stórleik í markalausu jafntefli gegn Stjörnunni. Stjarnan fær einnig fulltrúa í liðinu, Heiðar Ægisson. Úr hinum markalausa leiknum kemur Martin Rauschenberg, miðvörður HK sem mætti Val í Kórnum.

Þórir Jóhann Helgason var besti maður FH í sigri gegn Fylki og Steven Lennon er einnig í liðinu en hann skoraði úr vítaspyrnu í leiknum. Þá vann Víkingur 1-0 sigur gegn Keflavík. Sölvi Geir Ottesen var besti maður vallarins og skoraði eina mark leiksins.

Fjallað er um 1. umferðina í Innkastinu sem má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Nýr leikur en sömu úrslit þegar Rúnar mætir Óskari
Athugasemdir
banner
banner