Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 10. maí 2021 07:30
Fótbolti.net
Lið 2. umferðar - KA á flesta í sóknarþenkjandi úrvalsliði
Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átti frábæran leik gegn KR.
Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átti frábæran leik gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann skoraði frábært mark.
Máni Austmann skoraði frábært mark.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
2. umferð Pepsi Max-deildarinnar var töluvert fjörugri en sú fyrsta. Það endurspeglast í úrvalsliði umferðarinnar þar sem sóknarþenkjandi leikmenn eru áberandi.

KA á flesta fulltrúa en liðið fór á Meistaravelli og vann 3-1 útisigur. Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar og tveir leikmenn KA eru í liðinu. Hallgrímur Mar Steingrímsson var maður leiksins með tvö mörk og stoðsendingu. Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átti einnig frábæran leik.

Brynjar Snær Pálsson átti flottan leik hjá ÍA í 1-1 jafntefli gegn Víkingi. Þórður Ingason markvörður Víkings var besti maður gestaliðsins.

Ástbjörn Þórðarson lék á kantinum þegar Keflavík vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni en til að fá meira jafnvægi í úrvalsliðið er hann settur í vörnina þar! Ástbjörn var maður leiksins en Kian Williams kemst einnig í liðið eftir að hafa krækt í vítaspyrnu og skorað,



Í Breiðholti gerðu Leiknir og Breiðablik 3-3 jafntefli í geggjuðum fótboltaleik. Jason Daði Svanþórsson bjargaði stigi fyrir Blika með tveimur mörkum en þessi ungi leikmaður kom frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Besti maður Leiknis var Máni Austmann Hilmarsson sem skoraði stórglæsilegt mark, sláin inn.

Sigurður Egill Lárusson var maður leiksins þegar Valur gerði 1-1 jafntefli gegn FH. Sigurður Egill jafnaði fyrir Íslandsmeistarana sem léku tíu gegn ellefu stærstan hluta leiksins. Varnarmaðurinn Sebastian Hedlund kemst einnig í úrvalsliðið.

Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðar

Fjallað er um 2. umferðina í Innkastinu sem má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Drama á lokamínútum og Toddi tapar
Athugasemdir
banner
banner
banner