Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 26. maí 2021 12:30
Fótbolti.net
Lið 6. umferðar - Gríðarleg reynsla í vörninni
Dusan Brkovic, varnarmaður KA.
Dusan Brkovic, varnarmaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk gegn FH.
Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valsmenn eru einir á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir sjöttu umferðina. Valur vann sigur gegn Keflavík á útivelli þar sem varnarmennirnir Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarsson sáu um markaskorun Hlíðarendaliðsins.

Fylkir fékk stig gegn Víkingum í leik þar sem miklar sveiflur voru á lokasprettinum. 2-2 enduðu leikar og reynsluboltinn Helgi Valur Daníelsson í Fylki var valinn maður leiksins.



Áhugaverðustu úrslitin voru í leik Leiknis og Fylkis þar sem Breiðholtsliðið vann 2-1 sigur gegn FH. Sævar Atli Magnússon sá um markaskorun Leiknis en miðjumaðurinn Árni Elvar Árnason var valinn maður leiksins. Þá átti Brynjar Hlöðversson afskaplega góðan leik í vörninni og Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.

KA svaraði tapi gegn Víkingi með því að halda í Garðabæ og vinna 1-0 útisigur gegn lánlausum Garðbæingum. Stubbur, Steinþór Már Auðunsson, átti afskaplega öflugan leik í marki KA og þá var miðvörðurinn Dusan Brkovic klettur í vörninni.

Stefán Árni Geirsson var besti maður vallarins í 1-1 jafntefli KR og HK og þá fóru Blikar Skipaskaga og unnu 3-2 útisigur. Jason Daði Svanþórsson og Gísli Eyjólfsson komust báðir á blað og voru bestu menn vallarins.

Sjá einnig:
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar

Fjallað er um 6. umferðina í Innkastinu sem má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Heitt sæti í Hafnarfirði og Toddi á röngum stað á röngum tíma
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner