Það eru alls fimm leikmenn sem eru í úrvalsliði 4. umferðar Pepsi Max-deildarinnar sem valdir eru í úrvalsliðið í annað sinn á tímabilinu.
KA hefur farið afskaplega vel af stað í deildinni en liðið vann 4-1 útisigur gegn Keflavík í gær. Liðið á alls þrjá fulltrúa í liðinu. Þorri Mar Þórisson er valinn í úrvalsliðið í annað sinn og Hallgrímur Mar Steingrímsson heldur áfram að skora og leggja upp. Þá skoraði Ásgeir Sigurgeirsson tvö mörk.
KA hefur farið afskaplega vel af stað í deildinni en liðið vann 4-1 útisigur gegn Keflavík í gær. Liðið á alls þrjá fulltrúa í liðinu. Þorri Mar Þórisson er valinn í úrvalsliðið í annað sinn og Hallgrímur Mar Steingrímsson heldur áfram að skora og leggja upp. Þá skoraði Ásgeir Sigurgeirsson tvö mörk.
Valur vann 3-2 útisigur gegn KR í bráðskemmtilegum leik á Meistaravöllum. Kristinn Freyr Sigurðsson var valinn maður leiksins og þá er varnarmaðurinn Sebastian Hedlund valinn í úrvalsliðið en hann skoraði stórglæsilegt skallamark.
Nýliðar Leiknis unnu 3-0 sigur gegn Fylki í Breiðholtinu. Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins. Þá átti Brynjar Hlöðversson stórgóðan leik í hjarta varnarinnar. Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar.
Á sama tíma vann Víkingur einnig 3-0 sigur, gegn Breiðabliki. Pablo Punyed átti frábæran leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Kári Árnason var magnaður í hjarta varnarinnar og er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var maður leiksins í markalausum leik gegn ÍA. Þá var Ágúst Hlynsson geggjaður í endurkomusigri FH gegn HK í Kórnum. Ágúst skoraði tvö mörk og lagði upp hitt mark Hafnfirðinga.
Sjá einnig:
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Fjallað er um 4. umferðina í Innkastinu sem má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir