Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 22. júní 2022 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar með hærri laun en nýjasti leikmaður Arsenal
Fabio Vieira
Fabio Vieira
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Fabio Vieira var keyptur til Arsenal frá Porto á dögunum fyrir 34 milljónir punda en launakostnaðurinn er ekki beint í samræmi við upphæðina sem félagið borgaði fyrir hann.

Vieira, sem er 22 ára gamall, hefur þótt einhver hæfileikaríkasti leikmaður Portúgals síðustu ár en hann var valinn besti leikmaðurinn á Evrópumóti U21 árs landsliða á síðasta ári.

Arsenal gekk frá kaupum á leikmanninum á dögunum en laun hans vekja mikla athygli á samfélagsmiðlum í kvöld.

Hann er með 25 þúsund pund á viku eftir skatt og er launalægstur í hópnum.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er með hærri laun og þénar 40 þúsund pund á viku eða 2 milljónir punda í árslaun. Rúnar er einnig með hærri laun en Bukayo Saka og Nuno Tavares.

Ganamaðurinn, Thomas Partey, er launahæstur með 200 þúsund pund en Nicolas Pepe kemur á eftir honum með 140 þúsund pund. Listann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner