Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 21:41
Sölvi Haraldsson
3. deild: Tvö mörk í uppbótartíma er Magni og FC Árbær skildu jöfn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var leikið í 3. deildinni norður í Grenivík í dag þegar Magnamenn fengu FC Árbæ í heimsókn.

Magni 1 - 1 Árbær

0-1 Hörður Kárason ('90 )

1-1 Tómas Örn Arnarson ('90 )


Staðan var 0-0 í hálfleik og allt stefndi í að við myndum fá markalaust jafntefli en það átti eftir að draga til tíðinda undir lok leiks.

Hörður Kárason kom FC Árbæ yfir á 90. mínútu og gestirnir fögnuðu vel og innilega, væntanlega í þeirri trú að þetta hafi verið sigurmarkið. Það var hins vegar ekki sagan.

Magnamenn jöfnuðu leikinn í uppbótartíma með marki frá Tómasi Erni Arnarsyni. Lokatölur 1-1 jafntefli eftir hreint út sagt magnaðar lokamínútur norður í Grenivík.

Liðin eru jöfn að stigum í 4.- og 5. sæti. FC Árbær eru hins vegar með aðeins betri markatölu en Magni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner