Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 22. júlí 2018 21:08
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi deildin: Breiðablik fór illa með FH
Gísli skoraði eitt og lagði upp annað í dag.
Gísli skoraði eitt og lagði upp annað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 1 FH
1-0 Thomas Mikkelsen ('32 )
1-1 Robert David Crawford ('52 )
2-1 Davíð Kristján Ólafsson ('76 )
3-1 Gísli Eyjólfsson ('78 )
4-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('86 )
Lestu um leikinn hér

Breiðablik þurfti á sigri að halda gegn FH í kvöld til þess að halda í við toppliðin í Pepsi-deild karla.

Það var hart barist í upphafi leiks á Kópavogsvelli en fyrsta mark leiksins skoraði Thomas Mikkelsen eftir mistök hjá Gunnari í marki FH. Thomas var líklega rangstæður en markið fékk að standa.

Blikar vildu fá vítaspyrnu skömmu síðar en dómarinn taldi brotið vera fyrir utan teig. Staðan 1-0 í hálfleik þar sem FH var öflugri aðilinn en samt undir.

Bæði lið fengu fín færi í upphafi síðari hálfleiks, þá sérstaklega FH en Gunnleifur var á tánum í marki Blika og kom í veg fyrir mark í tvígang. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir jöfnunarmark FH-inga. Robbie Crawford skoraði á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónatan Inga.

Bæði lið héldu áfram að sækja en það var Breiðablik sem komst yfir á 76. mínútu. Þar var að verki Davíð Kristján Ólafsson en hann var réttur maður á réttum stað eftir aukaspyrnu Gísla Eyjólfssonar. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 3-1. Frábærri skyndisókn lauk með því að Gísli kom boltanum í netið.

Blikar voru ekki hættir og bættu við fjórða markinu undir lok leiks. 4-1 sigur staðreynd og mikilvæg stig í hús í toppbaráttunni hjá Breiðablik. FH fjarlægist hinsvegar efri liðin með tapinu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner