banner
   fim 22. ágúst 2019 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Vængir í þriðja sæti eftir sigur á Álftanesi
Lærisveinar Tryggva Guðmundssonar unnu í kvöld.
Lærisveinar Tryggva Guðmundssonar unnu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir Júpiters 2 - 1 Álftanes
1-0 Gunnar Orri Guðmundsson ('9)
2-0 Daníel Rögnvaldsson ('51)
2-1 Arnar Már Björgvinsson ('89)

Það var einn leikur í 3. deild karla í kvöld. Vængir Júpiters og Álftanes mættust í 18. umferðinni.

Gunnar Orri Guðmundsson kom Vængjum í forystu á níundu mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Daníel Rögnvaldsson kom Vængjum í 2-0 snemma í síðari hálfleik. Arnar Már Björgvinsson minnkaði muninn undir lokin, en lengra komust gestirnir ekki.

Þetta er annar sigur Vængja í röð, en fyrir sigur þeirra á Einherja í síðustu umferð hafði liðið tapað þremur í röð. Það bendir allt til þess að Kórdrengir og KF fari upp úr 3. deildinni. Kórdrengir eru með 45 stig á toppnum, KF er með 41 stig og eru Vængir í þriðja sætinu með 34 stig. KF á leik til góða á Kórdrengi og Vængi.

Í áttunda sæti deildarinnar er Álftanes með 19 stig, sex stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner