Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 22. september 2020 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sociedad staðfestir sölu á Llorente til Leeds
Real Sociedad hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi við Leeds United um félagaskipti Diego Llorente. Leeds hefur ekki staðfest félagaskiptin en ljóst er að skiptin eru að ganga í gegn.

Llorente er 27 ára gamall miðvörður sem uppalinn er hjá Real Madrid. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Spán.

Hann gekk í raðir Sociedad árið 2017 og hefur skorað fjögur mörk í 77 deildarleikjum fyrir félagið. Hann getur einnig leikið sem miðjumaður.

Llorente verða fimmtu stóru kaup Marcelo Bielsa og Leeds í sumar. Áður hefur félagið keypt Rodrigo, Helder Costa, Robin Koch og Illan Meslier. Samkvæmt heimildum Guardian kostar Llorente um 23 milljónir punda.


Athugasemdir