Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Suarez sakaður um að svindla á ítölskuprófi
Mynd: Getty Images
Lögreglan á Ítalíu hefur hafið rannsókn á því hvort Luis Suarez, framherji Barcelona, hafi svindlað þegar hann tók ítölskupróf í síðustu viku.

Suarez tók prófið til að reyna að fá ítalskt vegabréf til að liðka fyrir félagaskiptum til Juventus.

Suarez tók prófið í Perugia á Ítalíu en nú hefur komið í ljós að hann vissi hvaða spurningar myndu vera á prófinu.

Þá er sagt að prófdómararnir hafi verið búnir að ákveða einkunn Suarez áður en hann tók prófið sjálft. Lögreglan rannsakar málið og lítur svindlið alvarlegum augum.

Hinn 33 ára gamli Suarez mun síðan eftir allt saman ekki fara til Juventus en ítölsku meistararnir eru að kaupa Alvaro Morata frá Atletico Madrid. Suarez má fara frá Barcelona og hann gæti endað hjá Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner