banner
   mið 22. september 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steve Cooper tekur við Nottingham Forest (Staðfest)
Steve Cooper.
Steve Cooper.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest hefur ráðið Steve Cooper sem nýjan þjálfara liðsins.

Hann tekur við starfinu af Chris Hughton sem var rekinn á dögunum. Hann var rekinn eftir að liðið tapaði sínum sjötta leik af fyrstu sjö í Championship-deildinni á þessu tímabili.

Hughton er 62 ára og tók við starfinu í byrjun síðasta tímabils eftir að liðið hafði tapað fyrstu fjórum deildarleikjunum undir Sabri Lamouchi.

Cooper er 41 árs gamall og var síðast stjóri Swansea þar sem hann náði fínasta árangri. Hann fór með Swansea í úrslitaleik umspilsins í fyrra en liðið tapaði þar. Hann ákvað að hætta með Swansea síðasta sumar.

Forest vonast til þess að Cooper geti þróað leik ungra leikmanna liðsins. Hann vann áður fyrr í akademíu Liverpool og var þjálfari U17 landsliðs Englands sem vann HM 2017. Hann þekkir það því vel að vinna með ungum leikmönnum.

Fyrsti leikur Cooper við stjórnvölinn verður gegn Millwall á laugardaginn.
Athugasemdir
banner