Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fös 22. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í leiknum í kvöld.
Í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum búnar að bíða eftir því að komast í þessa keppnisleiki, loksins. Við náum í þrjú stig strax og það er ólýsanleg tilfinning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Það er mikilvægt að ná í þessi þrjú stig. Það er alltaf hægt að taka eitthvað neikvætt og eitthvað jákvætt úr hverjum leik. Við hefðum getað haldið betur í boltann en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. Við tókum stigin þrjú. Við vorum að verjast mikið og skorum úr horni. Þetta var eins íslenskt og það gerist."

Karólína var í öðruvísi hlutverki í dag en hún er vanalega í. Hún var að spila sem annar sóknarmaður.

„Ég tek öllum stöðum ef ég fæ að spila. Þetta er mikið hlaup án bolta. Ég fæ boltann ekki alltof mikið sem er ekki í uppáhaldi hjá mér, en maður tekur því fyrir liðið. Ef ég er að hjálpa liðinu, þá tek ég því. Við hefðum getað haldið betur í boltann og ég hefði getað komið mér betur inn í leikinn. En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli."

Það er mikil reynsla farin úr liðinu og þá vantar leikmenn vegna meiðsla. Sveindís Jane Jónsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru til dæmis frá vegna meiðsla. En þá stíga bara aðrir leikmenn upp. Eitt dæmið um það var Hildur Antonsdóttir sem var frábær í leiknum.

„Við erum að lenda í miklum áföllum með Sveindísi, Cessu og Alex. Við erum ekki með heilan hóp en það er gríðarlega sterkt að ná í þennan sigur og ég er mjög stolt," sagði Karólína og bætti við:

„Hildur er frábær. Það kemur mér svo lítið á óvart að hún hafi verið svona góð. Ég er von að spila með hana við hliðina á mér eða fyrir aftan mig. Ég er mjög stolt af henni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner