Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   fös 22. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í leiknum í kvöld.
Í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum búnar að bíða eftir því að komast í þessa keppnisleiki, loksins. Við náum í þrjú stig strax og það er ólýsanleg tilfinning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Það er mikilvægt að ná í þessi þrjú stig. Það er alltaf hægt að taka eitthvað neikvætt og eitthvað jákvætt úr hverjum leik. Við hefðum getað haldið betur í boltann en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. Við tókum stigin þrjú. Við vorum að verjast mikið og skorum úr horni. Þetta var eins íslenskt og það gerist."

Karólína var í öðruvísi hlutverki í dag en hún er vanalega í. Hún var að spila sem annar sóknarmaður.

„Ég tek öllum stöðum ef ég fæ að spila. Þetta er mikið hlaup án bolta. Ég fæ boltann ekki alltof mikið sem er ekki í uppáhaldi hjá mér, en maður tekur því fyrir liðið. Ef ég er að hjálpa liðinu, þá tek ég því. Við hefðum getað haldið betur í boltann og ég hefði getað komið mér betur inn í leikinn. En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli."

Það er mikil reynsla farin úr liðinu og þá vantar leikmenn vegna meiðsla. Sveindís Jane Jónsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru til dæmis frá vegna meiðsla. En þá stíga bara aðrir leikmenn upp. Eitt dæmið um það var Hildur Antonsdóttir sem var frábær í leiknum.

„Við erum að lenda í miklum áföllum með Sveindísi, Cessu og Alex. Við erum ekki með heilan hóp en það er gríðarlega sterkt að ná í þennan sigur og ég er mjög stolt," sagði Karólína og bætti við:

„Hildur er frábær. Það kemur mér svo lítið á óvart að hún hafi verið svona góð. Ég er von að spila með hana við hliðina á mér eða fyrir aftan mig. Ég er mjög stolt af henni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner