De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   fös 22. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
watermark Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
watermark Í leiknum í kvöld.
Í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum búnar að bíða eftir því að komast í þessa keppnisleiki, loksins. Við náum í þrjú stig strax og það er ólýsanleg tilfinning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Það er mikilvægt að ná í þessi þrjú stig. Það er alltaf hægt að taka eitthvað neikvætt og eitthvað jákvætt úr hverjum leik. Við hefðum getað haldið betur í boltann en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. Við tókum stigin þrjú. Við vorum að verjast mikið og skorum úr horni. Þetta var eins íslenskt og það gerist."

Karólína var í öðruvísi hlutverki í dag en hún er vanalega í. Hún var að spila sem annar sóknarmaður.

„Ég tek öllum stöðum ef ég fæ að spila. Þetta er mikið hlaup án bolta. Ég fæ boltann ekki alltof mikið sem er ekki í uppáhaldi hjá mér, en maður tekur því fyrir liðið. Ef ég er að hjálpa liðinu, þá tek ég því. Við hefðum getað haldið betur í boltann og ég hefði getað komið mér betur inn í leikinn. En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli."

Það er mikil reynsla farin úr liðinu og þá vantar leikmenn vegna meiðsla. Sveindís Jane Jónsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru til dæmis frá vegna meiðsla. En þá stíga bara aðrir leikmenn upp. Eitt dæmið um það var Hildur Antonsdóttir sem var frábær í leiknum.

„Við erum að lenda í miklum áföllum með Sveindísi, Cessu og Alex. Við erum ekki með heilan hóp en það er gríðarlega sterkt að ná í þennan sigur og ég er mjög stolt," sagði Karólína og bætti við:

„Hildur er frábær. Það kemur mér svo lítið á óvart að hún hafi verið svona góð. Ég er von að spila með hana við hliðina á mér eða fyrir aftan mig. Ég er mjög stolt af henni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner