Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 22. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í leiknum í kvöld.
Í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum búnar að bíða eftir því að komast í þessa keppnisleiki, loksins. Við náum í þrjú stig strax og það er ólýsanleg tilfinning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Það er mikilvægt að ná í þessi þrjú stig. Það er alltaf hægt að taka eitthvað neikvætt og eitthvað jákvætt úr hverjum leik. Við hefðum getað haldið betur í boltann en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. Við tókum stigin þrjú. Við vorum að verjast mikið og skorum úr horni. Þetta var eins íslenskt og það gerist."

Karólína var í öðruvísi hlutverki í dag en hún er vanalega í. Hún var að spila sem annar sóknarmaður.

„Ég tek öllum stöðum ef ég fæ að spila. Þetta er mikið hlaup án bolta. Ég fæ boltann ekki alltof mikið sem er ekki í uppáhaldi hjá mér, en maður tekur því fyrir liðið. Ef ég er að hjálpa liðinu, þá tek ég því. Við hefðum getað haldið betur í boltann og ég hefði getað komið mér betur inn í leikinn. En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli."

Það er mikil reynsla farin úr liðinu og þá vantar leikmenn vegna meiðsla. Sveindís Jane Jónsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru til dæmis frá vegna meiðsla. En þá stíga bara aðrir leikmenn upp. Eitt dæmið um það var Hildur Antonsdóttir sem var frábær í leiknum.

„Við erum að lenda í miklum áföllum með Sveindísi, Cessu og Alex. Við erum ekki með heilan hóp en það er gríðarlega sterkt að ná í þennan sigur og ég er mjög stolt," sagði Karólína og bætti við:

„Hildur er frábær. Það kemur mér svo lítið á óvart að hún hafi verið svona góð. Ég er von að spila með hana við hliðina á mér eða fyrir aftan mig. Ég er mjög stolt af henni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner