Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 22. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í leiknum í kvöld.
Í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum búnar að bíða eftir því að komast í þessa keppnisleiki, loksins. Við náum í þrjú stig strax og það er ólýsanleg tilfinning," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Það er mikilvægt að ná í þessi þrjú stig. Það er alltaf hægt að taka eitthvað neikvætt og eitthvað jákvætt úr hverjum leik. Við hefðum getað haldið betur í boltann en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. Við tókum stigin þrjú. Við vorum að verjast mikið og skorum úr horni. Þetta var eins íslenskt og það gerist."

Karólína var í öðruvísi hlutverki í dag en hún er vanalega í. Hún var að spila sem annar sóknarmaður.

„Ég tek öllum stöðum ef ég fæ að spila. Þetta er mikið hlaup án bolta. Ég fæ boltann ekki alltof mikið sem er ekki í uppáhaldi hjá mér, en maður tekur því fyrir liðið. Ef ég er að hjálpa liðinu, þá tek ég því. Við hefðum getað haldið betur í boltann og ég hefði getað komið mér betur inn í leikinn. En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli."

Það er mikil reynsla farin úr liðinu og þá vantar leikmenn vegna meiðsla. Sveindís Jane Jónsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru til dæmis frá vegna meiðsla. En þá stíga bara aðrir leikmenn upp. Eitt dæmið um það var Hildur Antonsdóttir sem var frábær í leiknum.

„Við erum að lenda í miklum áföllum með Sveindísi, Cessu og Alex. Við erum ekki með heilan hóp en það er gríðarlega sterkt að ná í þennan sigur og ég er mjög stolt," sagði Karólína og bætti við:

„Hildur er frábær. Það kemur mér svo lítið á óvart að hún hafi verið svona góð. Ég er von að spila með hana við hliðina á mér eða fyrir aftan mig. Ég er mjög stolt af henni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner