Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 22. september 2024 16:20
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Samantha með þrennu á sjö mínútum í stórsigri Blika - Nadía afgreiddi FH
Samantha Smith skoraði þrennu og lagði upp eitt
Samantha Smith skoraði þrennu og lagði upp eitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María átti frábæran leik í liði Blika
Agla María átti frábæran leik í liði Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nadía Atla skoraði bæði mörk Vals
Nadía Atla skoraði bæði mörk Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er áfram í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir 6-1 stórsigur liðsins á Þór/KA á Kópavogsvelli í dag. Samantha Rose Smith skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Valur vann þá FH, 2-0, og er aðeins stigi á eftir Blikum í titilbaráttunni.

Blikar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Samantha skoraði þrennu á sjö mínútum, en fyrsta mark hennar kom á 7. mínútu.

Agla María Albertsdóttir átti skot í stöng og fór boltinn aftur út á Andreu Rut Bjarnadóttur, sem fann síðan Samönthu sem skoraði fyrsta markið.

Fimm mínútum síðar gerði Samantha annað mark eftir hornspyrnu Öglu Maríu og var sama uppskrift að þriðja marki bandaríska framherjans sem stangaði boltann í netið eftir aðra hornspyrnu Öglu.

Blikar héldu áfram að keyra á gestina og var Andrea Rut næst í röðinni. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir átti sendingu á Andreu sem var með boltann fyrir utan teig. Hún tók nokkur skref til vinstri áður en hún setti boltann framhjá Shelby Money í markinu.

Samantha var allt í öllu. Hún lagði upp fimmta mark Blika með laglegri fyrirgjöf á fjær þar sem Kristín Dís Árnadóttir var mætt til að skalla boltann í netið og stuttu síðar kom sjötta markið sem Vigdís Lilja gerði eftir klafs.

Ótrúleg frammistaða Blika í fyrri hálfleik og þegar kominn meistarabragur á þær grænu.

Blikar héldu áfram að skapa sér í síðari hálfleiknum en vantaði upp á nýtinguna. Þór/KA fékk sárabótamark í leiknum þegar Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður deildarinnar, þrumaði boltanum í netið eftir furðulegan varnarleik Blika.

Heimakonur sigldu sigrinum örugglega heim og eru áfram á toppnum með 57 stig, eins stigs forystu á Val sem vann FH 2-0 á Hlíðarenda.

Valskonur ætla sér að búa til úrslitaleik fyrir lokaumferðina og var það Nadía Atladóttir sem afgreiddi sitt gamla félag.

Nadía gerði fyrra mark sitt á 24. mínútu eftir flottan undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Hún keyrði upp hægri vænginn, kom boltanum á Nadíu sem skoraði.

Leikurinn var annars nokkuð jafn þó Valur hafi fengið betri færi, en það voru Valskonur sem nýttu sénsanna. Nadía gerði annað mark sitt.

Elísa VIðarsdóttir átti skot sem fór af varnarmanni FH-inga og til Nadíu sem lagði boltann í netið.

Góður sigur hjá Val sem er með 56 stig, einu stigi frá Blikum, þegar tvær umferðir eru eftir. Breiðablik og Valur mætast í lokaumferðinni og útlit fyrir að þar verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.

Breiðablik 6 - 1 Þór/KA
1-0 Samantha Rose Smith ('7 )
2-0 Samantha Rose Smith ('12 )
3-0 Samantha Rose Smith ('14 )
4-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('20 )
5-0 Kristín Dís Árnadóttir ('39 )
6-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('42 )
6-1 Sandra María Jessen ('55 )
Lestu um leikinn

Valur 2 - 0 FH
1-0 Nadía Atladóttir ('24 )
2-0 Nadía Atladóttir ('68 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 23 20 1 2 64 - 13 +51 61
2.    Valur 23 19 3 1 54 - 18 +36 60
3.    Víkingur R. 23 10 6 7 34 - 36 -2 36
4.    Þór/KA 23 10 4 9 42 - 36 +6 34
5.    Þróttur R. 23 8 5 10 29 - 33 -4 29
6.    FH 23 8 1 14 32 - 49 -17 25
Athugasemdir
banner
banner
banner