Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. nóvember 2020 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Januzaj lagði upp sigurmark Isaks
Sociedad styrkir sína stöðu
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað
Mynd: Getty Images
Garcia Kike var í sviðsljósinu þegar Eibar og Getafe gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í spænsku La Liga. Kike fékk tvö gul spjöld og það seinna kom á 88. mínútu og fylgdi það rauða með.

Kike hafði í fyrri hálfleiknum fengið góð færi en ekki tekist að skora, Eibar var líklegra liðið í leiknum til að ná í öll stigin en engin urðu mörkin.

Með sigri í öðrum leik dagsins gat Real Sociedad styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar. Það tókst því liðið vann 0-1 útisigur á Cadiz.

Aleksandar Isak skoraði með skalla eftir undirbúning frá Adnan Januzaj á 66. mínútu. Sociedad er með 23 stig eftir tíu leiki á meðan Atletico er í öðru sætinu með 20 stig eftir átta leiki.

Sigur Sociedad var mjög sannfærandi þar sem liðið hélt boltanum mun betur en Cadiz og gestirnir áttu þar að auki fjórtán marktilraunir gegn einni hjá heimamönnum.

Eibar 0 - 0 Getafe
Rautt spjald: Kike, Eibar ('88)

Cadiz 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Aleksander Isak ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner