Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   fim 23. janúar 2014 10:46
Elvar Geir Magnússon
Vilhjálmur Darri: Harma þetta og dauðskammast mín
Úr myndbandinu sem Fótbolti.net birti í gær.
Úr myndbandinu sem Fótbolti.net birti í gær.
Mynd: Fótbolti.net
Vilhjálmur Darri Einarsson, leikmaður KV, hefur tjáð sig í ummælakerfinu við myndbandið af því þegar hann úthúðaði þjálfara sínum, Páli Kristjánssyni.

Vilhjálmur segist þar ánægður með birtingu myndbandsins, hann dauðskammist sín og vonast til að verða fyrirgefið.



Vilhjálmur Darri Einarsson:
Ég er ánægður að Hafliði Breiðfjörð hafi birt þessa grein enda fréttnæm grein fyrir þær sakir að svona hegðun á ekki að sjást og er ekki líðandi. Ef þessi grein hefði ekki verið birt þá hefði ég að einhverju leyti komist upp með þetta sem er af og frá.

Ég harma þetta atvik og dauðskammast mín, ég brást liði mínu en um fram allt sjálfum mér. Ég er fotbolta.net þakklátur að hafa fegnið að sjá á bláköldu hverslags sjálfhvert fífl ég get orðið þegar ég gleymi mér í hita leiksins.

Ég bað Pál Kristjánsson þjálfara KV og einn af stofnendum klúbbsins innilegrar afsökunnar. Ég dauðskammast mín en batnandi manni er best að lifa. Ég harma þetta atvik og vona ég að svona hegðun sjáist aldrei aftur í íslenskri knattspyrnu. Ég vona að fótboltaunendur og leikmenn geti með tímanum fyrirgefið mér þetta.

Virðingafyllst og von um annað tækifæri.
Vilhjálmur Darri Einarsson.

Sjá einnig:
Leikmaður KV við þjálfarann: Þú ert fokking mongólíti
Þjálfari KV: Ólíðandi framkoma í alla staði
Athugasemdir
banner
banner
banner