Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 22. janúar 2014 23:36
Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson þjálfari KV: Ólíðandi framkoma í alla staði
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég bara þoli ekki ákveðna hegðun, ólíðandi hegðun sem tiltekinn aðili sýndi inni á vellinum. Gjörsamlega óafsakanleg," sagði Páll Kristjánsson þjálfari KV eftir 2-0 tap gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Þar tjáir hann sig um atvik sem varð í lok fyrri hálfleiks þegar hann bað Vilhjálm Darra Einarsson að róa sig. Vilhjálmur Darri reifst við hann svo Páll ákvað að skipta honum af velli. Við skiptinguna upphófst uppákoma þar sem Vilhjálmur Darri úthúðaði þjálfaranum en Fótbolti.net náði því á myndband sem var birt hér fyrr í kvöld.

,,Hann er þó allavega búinn að koma og biðjast afsökunar og er meiri maður fyrir vikið. En það er alveg ljóst að það þarf að taka þetta og skoða, það hagar sér enginn svona hjá okkur. Það kemur ekki til greina. Ólíðandi framkoma í alla staði."

Á hann einhverja framtíð fyrir sér hjá félaginu?

,,Hann er sprækur strákur og efnilegur. Hver er sinnar gæfu smiður og það er undir honum komið. Ef hann tekur til í hausnum á sér þá hefur hann alla burði til að vera góður fótboltamaður."

Ertu tilbúinn að fyrirgefa honum þessa framkomu?

,,Hann kom þó og bað mig afsökunar. Ég tók í spaðann á honum og tek þetta ekki persónulega þannig séð. En þetta er ekki eins manns klúbbur og við í stjórninni þurfum bara að setjast saman og fara yfir þetta og taka ákvörðun um hvað við viljum gera og hvernig við viljum tækla svona mál."

,,Ég hef aldrei lent í þessu áður og vil ekki lenda í þessu aftur. Ég veit að aðrir í liðinu myndu aldrei gera þetta."


Þú sýndir smá að þú ætlaðir að hafa aga á honum með því að taka hann útaf eftir að hann reifst við þig í leiknum?

,,Já, það var sameiginleg ákvörðun okkar þjálfaranna að kippa honum útaf. Við stöndum og föllum með því og ég veit að það var rétt ákvörðun."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.

Sjá einnig:
Leikmaður KV við þjálfarann: Þú ert fokking mongólíti
Athugasemdir
banner
banner