Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   mið 22. janúar 2014 23:36
Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson þjálfari KV: Ólíðandi framkoma í alla staði
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég bara þoli ekki ákveðna hegðun, ólíðandi hegðun sem tiltekinn aðili sýndi inni á vellinum. Gjörsamlega óafsakanleg," sagði Páll Kristjánsson þjálfari KV eftir 2-0 tap gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Þar tjáir hann sig um atvik sem varð í lok fyrri hálfleiks þegar hann bað Vilhjálm Darra Einarsson að róa sig. Vilhjálmur Darri reifst við hann svo Páll ákvað að skipta honum af velli. Við skiptinguna upphófst uppákoma þar sem Vilhjálmur Darri úthúðaði þjálfaranum en Fótbolti.net náði því á myndband sem var birt hér fyrr í kvöld.

,,Hann er þó allavega búinn að koma og biðjast afsökunar og er meiri maður fyrir vikið. En það er alveg ljóst að það þarf að taka þetta og skoða, það hagar sér enginn svona hjá okkur. Það kemur ekki til greina. Ólíðandi framkoma í alla staði."

Á hann einhverja framtíð fyrir sér hjá félaginu?

,,Hann er sprækur strákur og efnilegur. Hver er sinnar gæfu smiður og það er undir honum komið. Ef hann tekur til í hausnum á sér þá hefur hann alla burði til að vera góður fótboltamaður."

Ertu tilbúinn að fyrirgefa honum þessa framkomu?

,,Hann kom þó og bað mig afsökunar. Ég tók í spaðann á honum og tek þetta ekki persónulega þannig séð. En þetta er ekki eins manns klúbbur og við í stjórninni þurfum bara að setjast saman og fara yfir þetta og taka ákvörðun um hvað við viljum gera og hvernig við viljum tækla svona mál."

,,Ég hef aldrei lent í þessu áður og vil ekki lenda í þessu aftur. Ég veit að aðrir í liðinu myndu aldrei gera þetta."


Þú sýndir smá að þú ætlaðir að hafa aga á honum með því að taka hann útaf eftir að hann reifst við þig í leiknum?

,,Já, það var sameiginleg ákvörðun okkar þjálfaranna að kippa honum útaf. Við stöndum og föllum með því og ég veit að það var rétt ákvörðun."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.

Sjá einnig:
Leikmaður KV við þjálfarann: Þú ert fokking mongólíti
Athugasemdir
banner
banner