Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 22. janúar 2014 23:36
Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson þjálfari KV: Ólíðandi framkoma í alla staði
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég bara þoli ekki ákveðna hegðun, ólíðandi hegðun sem tiltekinn aðili sýndi inni á vellinum. Gjörsamlega óafsakanleg," sagði Páll Kristjánsson þjálfari KV eftir 2-0 tap gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Þar tjáir hann sig um atvik sem varð í lok fyrri hálfleiks þegar hann bað Vilhjálm Darra Einarsson að róa sig. Vilhjálmur Darri reifst við hann svo Páll ákvað að skipta honum af velli. Við skiptinguna upphófst uppákoma þar sem Vilhjálmur Darri úthúðaði þjálfaranum en Fótbolti.net náði því á myndband sem var birt hér fyrr í kvöld.

,,Hann er þó allavega búinn að koma og biðjast afsökunar og er meiri maður fyrir vikið. En það er alveg ljóst að það þarf að taka þetta og skoða, það hagar sér enginn svona hjá okkur. Það kemur ekki til greina. Ólíðandi framkoma í alla staði."

Á hann einhverja framtíð fyrir sér hjá félaginu?

,,Hann er sprækur strákur og efnilegur. Hver er sinnar gæfu smiður og það er undir honum komið. Ef hann tekur til í hausnum á sér þá hefur hann alla burði til að vera góður fótboltamaður."

Ertu tilbúinn að fyrirgefa honum þessa framkomu?

,,Hann kom þó og bað mig afsökunar. Ég tók í spaðann á honum og tek þetta ekki persónulega þannig séð. En þetta er ekki eins manns klúbbur og við í stjórninni þurfum bara að setjast saman og fara yfir þetta og taka ákvörðun um hvað við viljum gera og hvernig við viljum tækla svona mál."

,,Ég hef aldrei lent í þessu áður og vil ekki lenda í þessu aftur. Ég veit að aðrir í liðinu myndu aldrei gera þetta."


Þú sýndir smá að þú ætlaðir að hafa aga á honum með því að taka hann útaf eftir að hann reifst við þig í leiknum?

,,Já, það var sameiginleg ákvörðun okkar þjálfaranna að kippa honum útaf. Við stöndum og föllum með því og ég veit að það var rétt ákvörðun."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.

Sjá einnig:
Leikmaður KV við þjálfarann: Þú ert fokking mongólíti
Athugasemdir
banner