Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 22. janúar 2014 23:36
Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson þjálfari KV: Ólíðandi framkoma í alla staði
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég bara þoli ekki ákveðna hegðun, ólíðandi hegðun sem tiltekinn aðili sýndi inni á vellinum. Gjörsamlega óafsakanleg," sagði Páll Kristjánsson þjálfari KV eftir 2-0 tap gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Þar tjáir hann sig um atvik sem varð í lok fyrri hálfleiks þegar hann bað Vilhjálm Darra Einarsson að róa sig. Vilhjálmur Darri reifst við hann svo Páll ákvað að skipta honum af velli. Við skiptinguna upphófst uppákoma þar sem Vilhjálmur Darri úthúðaði þjálfaranum en Fótbolti.net náði því á myndband sem var birt hér fyrr í kvöld.

,,Hann er þó allavega búinn að koma og biðjast afsökunar og er meiri maður fyrir vikið. En það er alveg ljóst að það þarf að taka þetta og skoða, það hagar sér enginn svona hjá okkur. Það kemur ekki til greina. Ólíðandi framkoma í alla staði."

Á hann einhverja framtíð fyrir sér hjá félaginu?

,,Hann er sprækur strákur og efnilegur. Hver er sinnar gæfu smiður og það er undir honum komið. Ef hann tekur til í hausnum á sér þá hefur hann alla burði til að vera góður fótboltamaður."

Ertu tilbúinn að fyrirgefa honum þessa framkomu?

,,Hann kom þó og bað mig afsökunar. Ég tók í spaðann á honum og tek þetta ekki persónulega þannig séð. En þetta er ekki eins manns klúbbur og við í stjórninni þurfum bara að setjast saman og fara yfir þetta og taka ákvörðun um hvað við viljum gera og hvernig við viljum tækla svona mál."

,,Ég hef aldrei lent í þessu áður og vil ekki lenda í þessu aftur. Ég veit að aðrir í liðinu myndu aldrei gera þetta."


Þú sýndir smá að þú ætlaðir að hafa aga á honum með því að taka hann útaf eftir að hann reifst við þig í leiknum?

,,Já, það var sameiginleg ákvörðun okkar þjálfaranna að kippa honum útaf. Við stöndum og föllum með því og ég veit að það var rétt ákvörðun."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.

Sjá einnig:
Leikmaður KV við þjálfarann: Þú ert fokking mongólíti
Athugasemdir