Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
   mið 22. janúar 2014 23:36
Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson þjálfari KV: Ólíðandi framkoma í alla staði
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason eru þjálfarar KV. Páll (t.v.) er í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og ræðir meðal annars atvikið þar sem Vilhjálmur Darri Einarsson úthúðaði honum í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég bara þoli ekki ákveðna hegðun, ólíðandi hegðun sem tiltekinn aðili sýndi inni á vellinum. Gjörsamlega óafsakanleg," sagði Páll Kristjánsson þjálfari KV eftir 2-0 tap gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Þar tjáir hann sig um atvik sem varð í lok fyrri hálfleiks þegar hann bað Vilhjálm Darra Einarsson að róa sig. Vilhjálmur Darri reifst við hann svo Páll ákvað að skipta honum af velli. Við skiptinguna upphófst uppákoma þar sem Vilhjálmur Darri úthúðaði þjálfaranum en Fótbolti.net náði því á myndband sem var birt hér fyrr í kvöld.

,,Hann er þó allavega búinn að koma og biðjast afsökunar og er meiri maður fyrir vikið. En það er alveg ljóst að það þarf að taka þetta og skoða, það hagar sér enginn svona hjá okkur. Það kemur ekki til greina. Ólíðandi framkoma í alla staði."

Á hann einhverja framtíð fyrir sér hjá félaginu?

,,Hann er sprækur strákur og efnilegur. Hver er sinnar gæfu smiður og það er undir honum komið. Ef hann tekur til í hausnum á sér þá hefur hann alla burði til að vera góður fótboltamaður."

Ertu tilbúinn að fyrirgefa honum þessa framkomu?

,,Hann kom þó og bað mig afsökunar. Ég tók í spaðann á honum og tek þetta ekki persónulega þannig séð. En þetta er ekki eins manns klúbbur og við í stjórninni þurfum bara að setjast saman og fara yfir þetta og taka ákvörðun um hvað við viljum gera og hvernig við viljum tækla svona mál."

,,Ég hef aldrei lent í þessu áður og vil ekki lenda í þessu aftur. Ég veit að aðrir í liðinu myndu aldrei gera þetta."


Þú sýndir smá að þú ætlaðir að hafa aga á honum með því að taka hann útaf eftir að hann reifst við þig í leiknum?

,,Já, það var sameiginleg ákvörðun okkar þjálfaranna að kippa honum útaf. Við stöndum og föllum með því og ég veit að það var rétt ákvörðun."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.

Sjá einnig:
Leikmaður KV við þjálfarann: Þú ert fokking mongólíti
Athugasemdir
banner
banner