Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. janúar 2020 09:30
Miðjan
Kórdrengir reyndu ekki við Kenwyne Jones
Kenwyne Jones fagnar marki með Stoke.
Kenwyne Jones fagnar marki með Stoke.
Mynd: Getty Images
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, segir ekkert til í þeirri kjaftasögu að félagið hafi íhugað að reyna að fá framherjann Kenwyne Jones í sínar raðir síðastliðið sumar.

Jones er 35 ára gamall framherji frá Trinidad & Tobago en hann lék í átta ár í ensku úrvalsdeildinni með Stoke, Sunderland og Cardiff á ferli sínum. Orðrómur fór af stað síðastliðið sumar um að Kórdrengir væru að fá hann í sínar raðir.

„Ég fékk margar spurningar um þetta og ég held að allar miðlar hafi haft samband við okkur en þetta var aldrei inn í myndinni. Ég hef aldrei talað við manninn," sagði Davið í hlaðvarpsþættinum Miðjunni.

„Eina tenginin hans inn í klúbbinn, sem er reyndar stór tenging, er að við vorum með tvo Trinidad og þeir eru góðir vinir hans. Ég held að hann sé umboðsmaður fyrir þá án þess þó að ég viti það."

„Það stóð aldrei til að hann kæmi til okkar og ég held að hann geti ekki spilað fótbolta, ég held að bæði hnén hans séu ónýt. Það er það sem Trinidadarnir sögðu okkur."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Davíð Smári um Kórdrengjaævintýrið
Athugasemdir
banner
banner