Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Diego Carlos til Fenerbahce (Staðfest)
Carlos er kominn til Tyrklands.
Carlos er kominn til Tyrklands.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn brasilíski Diego Carlos hefur skrifað undir hjá Fenerbahce í Tyrklandi en Aston Villa staðfestir þetta.

Jose Mourinho stýrir Fenerbahce en liðið er í öðru sæti tyrknesku deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Galatasaray.

Carlos er 31 árs og gekk í raðir Villa 2022. Hann hjálpaði liðinu að tryggja sér Meistaradeildarsæti á síðasta tímabili.

„Diego Carlos hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning. Við bjóðum hann velkominn í fjölskylduna," segir í tilkynningu Fenerbahce.


Athugasemdir
banner
banner