Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa bannar leikmönnum sínum að spila Fantasy
Jack Grealish var meiddur um helgina og það lak út sólarhring fyrir leik liðsins gegn Leicester
Jack Grealish var meiddur um helgina og það lak út sólarhring fyrir leik liðsins gegn Leicester
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur bannað leikmönnum sínum að spila Fantasy en Times greinir frá. Bannið kemur í ljósi þess að meiðsli Jack Grealish láku út fyrir leik liðsins um helgina.

Grealish var ekki með Villa gegn Leicester um helgina vegna meiðsla en það lak út á laugardaginn að hann yrði ekki með í leiknum.

Liðsfélagar Grealish hjá Aston Villa tóku leikmanninn úr Fantasy-liðinu og sáu því aðrir spilarar að það væri nokkuð ljóst að Grealish yrði ekki með.

Dean Smith, knattspyrnustjóri Villa, var afar ósáttur við lekann og fór að rannsaka málið en nú er það orðið ljóst að leikmenn Villa fá ekki að spila Fantasy lengur.

Samkvæmt Times hefur félagið bannað öllum leikmönnum að spila Fantasy og er ljóst að önnur lið gætu tekið upp á því að gera slíkt hið sama.

Mörg ensk félög hafa nú þegar bannað leikmönnum að velja leikmenn úr eigin liði í Fantasy-liðin en nú gæti farið svo að leikmenn deildarinnar verði alfarið meinað að taka þátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner