Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 23. febrúar 2024 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Blikar skoruðu fimm á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 0 - 5 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson ('10 )
0-2 Kristinn Steindórsson ('17 )
0-3 Dagur Örn Fjeldsted ('54 )
0-4 Damir Muminovic ('59 )
0-5 Arnór Gauti Jónsson ('65 )

Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörk fyrri hálfleiksins í þægilegum sigri Breiðabliks á útivelli gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld.

Blikar leiddu því 0-2 í leikhlé og innsigluðu sigurinn á stuttum kafla í siðari hálfleik. Þar skoruðu Dagur Örn Fjeldsted, Damir Muminovic og Arnór Gauti Jónsson þrjú mörk á ellefu mínútna kafla.

Lokatölur urðu því 0-5 fyrir Blika sem eru með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Lengjubikarnum, á meðan Grótta er án stiga.

Blikar töpuðu gegn FH í fyrstu umferð en unnu svo þægilegan sigur á Grindavík í næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner