Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
   mið 23. apríl 2014 18:15
Hafliði Breiðfjörð
Doumbia í FH: Sagt að það væri brjálæði að koma hingað
Kassim Doumbia í FH búning í dag.
Kassim Doumbia í FH búning í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi þar sem Kassim var kynntur í dag.
Frá fréttamannafundi þar sem Kassim var kynntur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður með að semja við FH og tel það gott val hjá mér. Við spilum í Evrópudeildinni sem er mikilvægt fyrir mig og ég vil gera mitt besta í að hjálpa FH við að komast langt í Evrópudeildinni og gefa allt mitt svo FH verði meistarar í ár," sagði miðvörðurinn Kassim Doumbia við Fótbolta.net í dag eftir að hafa samið við FH um að leika með þeim í sumar.

Hvað hugsaðirðu þegar þú heyrðir um áhuga frá Íslandi. ,,Ég hafði aldrei komið til Íslands og svo margir segja að það sé ískalt þar og það væri brjálæði að fara hingað og spila fótbolta. Svo kom ég hingað nokkrum vikum síðar og sá að það var fínt veður hérna og fólkið hérna er mjög vingjarnlegt. Svo kom ég til FH og leikmennirnir eru svo fínir að þetta er eins og fjölskylda. Þeir sýndu mér allt og hafa hjálpað mér mikið. Þjálfarinn er líka mjög fínn."

,,Ég vissi ekkert um Ísland en vissi um einn leikmann sem ég spilaði gegn í fyrra í belgísku deildinni. Það var (Eiður Smári) Guðjohnsen sem spilar með Club Brugge og spilaði áður með Cercle. Hann er góður leikmaður sem allir vita hver er. Svo er ég kominn til Íslands núna sem er nýtt tækifæri fyrir mig."


Kassim kom til FH fyrir nokkrum vikum og tók þá tvær æfingar og spilaði einn æfingaleik og hefur núna æft einu sinni með liðinu.

,,Styrkleikinn er fínn. Ég kom í fyrradag og sá þá spila í undanúrslitunum í Lengjubikarnum gegn KR. Það var góður leikur. FH skoruðu og í byrjun seinni hálfleiks voru FH mjög góðir, þar til KR jafnaði en svo réðist þetta í vítaspyrnukeppni. Ég er ánægður með að þeir eru komnir í úrslitin og vona að ég geti spilað í úrslitaleiknum. Ég heyrði að markvörður FH í undanúrslitunum (Kristján Finnbogason) sé 42 ára, ég er hissa á hvað hann er góður. Hann er reyndur og varði tvö víti. Mér skilst að hann vilji hjálpa ungu mönnunum í liðinu."

Að lokum spurðum við Kassim hvort hann sé tilbúinn að spila í snjó.

,,Nei ekki í snjó," sagði hann og hló.
Athugasemdir
banner