Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   þri 23. apríl 2019 11:15
Arnar Daði Arnarsson
Jajalo á leið í KA?
Kristijan Jajalo í leik með Grindavík.
Kristijan Jajalo í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net er markvörðurinn Kristijan Jajalo á leiðinni í KA.

Kristijan Jajalo hefur leikið síðustu þrjú sumur í Grindavík undir stjórn Óla Stefán Flóventssonar sem tók við KA liðinu í vetur og þeir þekkjast því vel.

Spænski markvörðurinn Cristian Martinez yfirgaf KA eftir síðasta tímabil og gekk í raðir Víðis í Garði. Martinez lék eitt tímabil með KA eftir að hafa leikið í Ólafsvík.

Í vetur talaði Óli Stefán um að hann stefndi á að gefa Aroni Elí Gíslasyni og nafna hans Aroni Degi Birnusyni traustið í sumar en Aron Dagur lék á láni hjá Völsungi í síðasta sumar. Aron Elí spilaði seinni hluta síðasta tímabils og þótti standa sig vel.

„Við erum með tvo unga landsliðsmarkverði. Það sem við ætlum að gera er að skoða stöðuna á þeim og gefa þeim tækifæri, sjá hvort þeir standist það. Það er pælingin hjá okkur núna," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net í lok október.

„Aron Elí stóð sig mjög vel í sumar og Aron Dagur var valinn besti leikmaður hjá Völsungi, hann stóð sig gríðarlega vel. Við erum ekki á flæðiskeri staddir með þetta. Það er okkar skylda að gefa þeim tækifæri. Það er þeirra að keppast um þetta. Þetta sýnir styrk KA í uppeldi, að skila upp svona öflugum markvörðum," sagði Óli Stefán í sama viðtali.

Nú bendir hinsvegar allt til þess að Kristijan Jajalo gangi í raðir KA fyrir tímabilið og leiki með liðinu í Pepsi Max-deildinni sem hefst á föstudaginn.

Fyrsti leikur KA er á laugardaginn gegn ÍA á Norðurálsvellinum klukkan 16:00.

Óli Stefán var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn þar sem hann ræddi meðal annars markvarðarstöðuna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner