Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Arda Güler hetja Madrídinga - Orri kom við sögu í tapi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arda Güler var í byrjunarliði Real Madrid og skoraði eina mark leiksins í dýrmætum sigri gegn Getafe í La Liga í feeeekvöld.

Carlo Ancelotti hvíldi nokkra lykilmenn til að hafa þá í sem besta standi um helgina, þegar Real mætir Barcelona í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins.

Jude Bellingham, Eduardo Camavinga og Rodrygo byrjuðu á bekknum og þá voru Luka Modric og Antonio Rüdiger meðal ónotaðra varamanna, en Kylian Mbappé var ekki með í hóp vegna meiðsla.

Real var sterkari aðilinn gegn skeinuhættum andstæðingum í kvöld og verðskuldaði að lokum sigur. Lærisveinar Ancelotti eru í öðru sæti spænsku deildarinnar, fjórum stigum eftir toppliði Barcelona þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Getafe, sem átti hættulegar tilraunir á lokamínútum leiksins í kvöld, er fimm stigum frá Evrópusæti eftir tapið.

Orri Steinn Óskarsson fékk þá að spila síðasta hálftímann í hundleiðinlegu tapi Real Sociedad gegn Alavés. Þetta er slæmt tap fyrir Sociedad sem missti hér af tækifæri til að hirða síðasta Evrópusætið af Mallorca. Sociedad er tveimur stigum frá Evrópusætinu eftir tapið.

Sigurinn kemur sér afar vel fyrir Alavés sem stekkur upp úr fallsæti.

Sociedad átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi gegn Alavés og var aðeins ein marktilraun í öllum leiknum sem rataði á rammann, markið sem Tenaglia skoraði á 65. mínútu.

Getafe 0 - 1 Real Madrid
0-1 Arda Guler ('21)

Alaves 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Nahuel Tenaglia ('65)
Athugasemdir
banner
banner