Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 23. maí 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane sakaði liðsfélaga um að vilja ekki senda á sig
Victor Wanyama, leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, hefur sagt frá því að Sadio Mane hafi liðið eins og að liðsfélagar sínir í Southampton hafi ekki viljað senda boltann á sig.

Mane og Wanyama léku saman í Southampton frá 2014 til 2016 og stóðu þeir sig vel þar. Mane fékk í kjölfarið félagaskipti til Liverpool og Wanyama til Tottenham.

Í viðtali Madgoat TV segir Wanyama frá því að Mane hafi ekki allt verið sáttur með liðsfélagana hjá dýrlingunum.

„Við vorum eins og fjölskylda og með einn föður, (Mauricio) Pochettino. Ég og Mane sköpuðum mikil og góð tengsl, en (Morgan) Schneiderlin var einnig góður vinur," sagði Wanyama.

„Mane kom á einum tímapunkti til mín og sagði: 'Þessir gaurar vilja ekki senda boltann á mig, getum við spilað nær hvor öðrum? Þeir vilja ekki að ég skori'. Ég samþykkti það og í hvert skipti sem ég fékk boltann þá reyndi ég að finna sendinguna á hann. Ég vildi koma vel fram við hann því hann var mjög vingjarnlegur náungi."

Hjá Liverpool hefur Mane sannað sig sem einn besti leikmaður í heiminum.
Athugasemdir
banner
banner
banner