Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 16:08
Elvar Geir Magnússon
Paqueta ákærður fyrir brot á veðmálareglum
Lucas Paqueta.
Lucas Paqueta.
Mynd: Getty Images
Lucas Paqueta miðjumaður West Ham hefur verið ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann er sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál.

Um er að ræða úrvalsdeildarleik gegn Leicester sem fram fór þann 12. nóvember 2022 og þrjá leiki sem voru 2023. Leikir gegn Aston Villa, Leeds og Bournemouth.

Þessi 26 ára brasilíski landsliðsmaður hefur verið undir rannsókn síðan síðasta sumar.

Paqueta, sem kom til West Ham frá Lyon sumarið 2022, segist vera undrandi á ákærunni. Í yfirlýsingu segist hann hafa sýnt fullan samstarfsvilja í rannsókninni og gefið upp allar upplýsingar sem hann býr yfir. Hann lýsir yfir sakleysi sínu og segist ætla að hreinsa nafn sitt.

Í yfirlýsingu West Ham segist félagið halda áfram að standa með og styðja leikmann sinn í gegnum ferlið. Paqueta hefur frest til 3. júní til að svara fyrir ákærurnar.



Athugasemdir
banner
banner