Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 23. júlí 2014 09:20
Brynjar Ingi Erluson
„Langþráður draumur um að spila í Seríu A að rætast"
Hörður Björgvin Magnússon í leik með AC Spezia
Hörður Björgvin Magnússon í leik með AC Spezia
Mynd: Alberto Andreani
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
<i>,,Ég er enn að átta mig á því að ég var að ganga til liðs við félag sem er að spila í deild sem ég dýrka. Núna er það undir mér komið að sanna mig fyrir þjálfaranum og brjóta mér leið í byrjunarliðið til að spila í þessari deild,</i>
,,Ég er enn að átta mig á því að ég var að ganga til liðs við félag sem er að spila í deild sem ég dýrka. Núna er það undir mér komið að sanna mig fyrir þjálfaranum og brjóta mér leið í byrjunarliðið til að spila í þessari deild,
Mynd: Juventus
,,Þetta er draumur að rætast, ég hef stefnt að þessu frá því ég var lítill að spila í Seríu A og nú er maður kominn í þessa deild. Það má segja að langþráður draumur sé að rætast" sagði Hörður Björgvin Magnússon við Fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir eins árs lánssamning við AC Cesena í Seríu A.

Þessi 21 árs gamli varnarmaður lék upp alla yngri flokka hjá Fram áður en hann hitti á útsendara ítalska meistaraliðsins Juventus en Hörður var þá að leika með íslenska U17 ára landsliðinu.

,,Þetta er ótrúlegt í raun. Það eru ekkert alltof margir sem hafa áhuga á ítalska boltanum heima á Íslandi en ég elskaði þennan bolta. Ég byrjaði að fylgjast með honum snemma og sérstaklega eftir 2-0 sigur Íslands á Ítalíu árið 2004," sagði Hörður.

Hann skoðaði aðstæður hjá Juventus áður en Fram lánaði hann til ítalska liðsins en það byrjaði þó ekki allt saman vel þar.

,,Þetta byrjaði allt saman voða illa hjá Juventus. Ég var hamraður niður á einni af fyrstu æfingum liðsins og var frá í góðan tíma. Juventus gaf mér hinsvegar séns á að sanna mig og framlengdi lánið um hálft ár."

Hörður sannaði sig fyrir forráðarmönnum Juventus og keypti liðið hann í byrjun árs 2012 og gerði fjögurra og hálfs árs samning við hann.

Hann lék með unglinga- og varaliði félagsins við góðan orðstír. Hann vann meðal annars Viareggio mótið og komst þá í bikarúrslit tvívegis en hann vann titilinn 2012/2013 með liðinu.

Þroskaðist mikið hjá Spezia

,,Það var frábært að fá þá reynslu í bankann. Við unnum nokkra bikara og það hjálpaði að æfa með aðalliðinu og spila með varaliðinu, maður lærði mikið og nýtti það svo hjá Spezia."

AC Spezia í Seríu B keypti helmingshlut í Herði síðasta sumar og var hann um leið lánaður þá til félagsins en hann lék 22 leiki á síðasta tímabili í vörninni er liðið fór í umspil um sæti í Seríu A.

,,Það var frábært að fá tækifærið með Spezia. Þetta var frábær staður að búa á og allir voða indælir við mann. Þetta voru fyrstu leikir mínir í atvinnumennsku og ég þroskaðist helling á þessu eina tímabili."

,,Erfitt að hugsa um eitthvað annað en að spila í Seríu A"

Hörður var ekki viss um stöðu sína í sumar en Juventus ákvað að framlengja samning hans til ársins 2018 og hafa hann áfram hjá Spezia. Nokkrum dögum síðar sýndi AC Cesena þó áhuga en liðið hafði tryggt sér þátttökurétt í Seríu A.

,,Ég var á Íslandi þegar ég heyrði að Juventus vildi framlengja. Það kom ekkert annað til greina en að samþykkja það enda mikil viðurkenning að fá framlengingu á samning sínum við svona stórt félag."

,,Ég vissi að ég færi aftur til Spezia en svo kom Cesena upp og ég vissi auðvitað að liðið væri að fara að spila í Seríu A og þá var erfitt að hugsa um eitthvað annað. Ég hef lengi dreymt um að spila í Seríu A og eftir að hafa skoðað þetta vel gat ég ekki horft framhjá þessu tækifæri"


Juventus ákvað að kaupa helmingshlut Spezia og lána Hörð til Cesena en hann skrifaði undir eins árs lánssamning í dag.

,,Þetta er allt saman búið að gerast svo hratt að maður er ekki alveg að átta sig á þessu. Núna er ég á leið í æfingabúðir að hitta liðið og svo er leikur gegn Juventus eftir rétt um það bil viku."

,,Ég er enn að átta mig á því að ég var að ganga til liðs við félag sem er að spila í deild sem ég dýrka. Núna er það undir mér komið að sanna mig fyrir þjálfaranum og brjóta mér leið í byrjunarliðið til að spila í þessari deild,"
sagði Hörður að lokum.
Athugasemdir
banner