Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Gat ekki selt Koulibaly til Barcelona því þeir áttu engan pening
Mynd: Getty Images

Aurelio de Laurentiis, eigandi Napoli, er ansi skrautlegur karakter og liggur svo sannarlega ekki á skoðunum sínum. 


Hann var spurður út í söluna á Kalidou Koulibaly sem hefur verið lykilmaður í liði Napoli undanfarin ár og svaraði opinskátt.

Koulibaly vildi fara til Barcelona en endaði hjá Chelsea sem borgaði um 34 milljónir punda (40 milljónir evra) fyrir þennan 31 árs miðvörð. Koulibaly fékk fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.

„Koulibaly vildi fara til Barcelona. Ég bauð honum 6,5 milljónir evra í árslaun en hann hafnaði því," sagði De Laurentiis.

„Ég sagði við hann: 'Ég get ekki selt þig til Barcelona því þeir eiga engan pening.' Svo fengum við tilboð frá Chelsea sem var ekki hægt að hafna."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner