Pep Guardiola segir að Kevin De Bruyne muni ekki yfirgefa Manchester City í sumar.
Al-Ittihad í Sádi-Arabíu vill fá belgíska landsliðsmanninn en De Bruyne á ár eftir af samningi sínum. Hann viðurkenndi í viðtali í síðasta mánuði að möguleikinn á að hagnast gríðarlega í Sádi-Arabíu væri freistandi.
Al-Ittihad í Sádi-Arabíu vill fá belgíska landsliðsmanninn en De Bruyne á ár eftir af samningi sínum. Hann viðurkenndi í viðtali í síðasta mánuði að möguleikinn á að hagnast gríðarlega í Sádi-Arabíu væri freistandi.
Guardiola sagði hinsvegar við fjölmiðla í Bandaríkjunum: „Kevin er ekki á förum."
Brasilíski vængmaðurinn Savinho er eini leikmaðurinn sem City hefur fengið til sín í sumar.
„Ef einhver fer þá munum við skoða að fá inn leikmann. Ég útiloka ekki að við fáum nýja menn inn en tel 85-90% líkur á því að við verðum með sama hóp."
De Bruyne sagði við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws í síðasta mánuði að á sínum aldri þurfi menn að vera opnir fyrir öllu. Í Sádi-Arabíu bjóðist gríðarlegir peningar sem gætu komið sér vel þegar ekki eru mörg ár eftir af ferlinum.
Manchester City er í æfingaferð í Bandaríkjunum og mun mæta Celtic í æfingaleik í kvöld.
Athugasemdir