Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. ágúst 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Teikn á lofti um gósentíð í markvarðamálum
Icelandair
Patrik er varamarkvörður hjá Brentford.
Patrik er varamarkvörður hjá Brentford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markvarðamálin hjá íslenska landsliðinu hafa líklega aldrei verið eins spennandi.

Það eru margir ungir og efnilegir markverðir að koma upp sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

„Ef það er ein staða sem við erum í fínum málum með, þá er það blessuð markvarðarstaðan. Við fórum úr því að eiga bara Hannes í bara alla í heiminum," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Elías Rafn Ólafsson byrjaði hjá Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, í 3-0 sigri. Þetta er eitt af þremur langbestu liðunum í Danmörku. Hann var ekki að byrja fyrir einhvern sveitaklúbb."

„Það eru teikn á lofti að við séum að hefja gósentíð í markvarðarmálum á Íslandi," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Við erum með Hannes, sem er kannski á lokametrunum en samt okkar besti markvörður. Við erum með mann sem var að byrja í dönsku úrvalsdeildinni, við erum með varamarkvörð í ensku úrvalsdeildinni og fór upp með þremur liðum á síðustu leiktíð, við erum með kónginn Jökul Andrésson sem er að byrja í ensku C-deildinni, þriðja markvörðinn hjá Arsenal. Þetta er ekkert eðlilega mikil breidd," sagði Tómas.



„Þess utan eru hér og þar fleiri efnilegir markverðir sem munu láta að sér kveða," sagði Elvar Geir.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Boltinn með Blandon og Fram fögnuður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner