Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 23. ágúst 2022 10:46
Elvar Geir Magnússon
Skýring
Styttist í tvískiptingu Bestu deildarinnar - Svona er fyrirkomulagið
Ofsalegur október
Það eru fjórar umferðir í tvískiptingu.
Það eru fjórar umferðir í tvískiptingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórar umferðir eftir af Bestu deildinni (auk leiks Víkings og Leiknis) áður en kemur að tvískiptingunni, nýja fyrirkomulaginu. Fimm aukaumferðir munu þá bætast við.

Deildinni verður skipt í tvær aðskildar deildir, efri og neðri deild.

Liðin verða auðvitað áfram með öll stigin sem þau höfðu unnið sér inn en nú verða til spennandi innbyrðis viðureignir, barist um Íslandsmeistaratitilinn og Evrópusæti í efri deild og í neðri deildinni um að forðast fallsætin tvö. Fleiri 'sex stiga leikir' eins og það er kallað.

Sex lið eru augljóslega í hvorri deild og leikin einföld umferð, þ.e.a.s. fimm umferðir. Þrjú efri liðin í hvorri deild fá þrjá heimaleiki en hin tvo. Hvert lið leikur því samtals 27 leiki í Bestu deildinni.

Þessi keppni hefur fengið gælunafnið 'Ofsalegur október' enda fyrsta umferðin leikin 2. október og sú síðasta 29. október.

Það er búið að raða því upp hvaða lið í hvaða sæti mætast og hvenær. Ef við tökum efri deildina sem dæmi þá yrði þetta lokaumferð efri deildar eins og staðan er í dag:

Breiðablik - KA á Kópavogsvelli
Víkingur - Valur í Fossvogi
Stjarnan - KR í Garðabæ
Sjá leikjaplan efri deildar

Svona yrði lokaumferðin í neðri deildinni:

Fram - Keflavík - Úlfarsárdal
ÍBV - FH í Vestmannaeyjum
Leiknir - ÍA í Breiðholti
Sjá leikjaplan neðri deildar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner