Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 23. ágúst 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn Þórðar: Átti kannski ekki að vera í stóru hlutverki, en endaði alltaf þannig
Möguleiki á þremur árum í viðbót hjá Gautaborg
Það var samkomulag að ef það kæmi eitthvað upp sem ég vildi stökkva á þá yrði það ekki neitt vandamál
Það var samkomulag að ef það kæmi eitthvað upp sem ég vildi stökkva á þá yrði það ekki neitt vandamál
Mynd: Lommel
Ég spilaði fullt af leikjum og þroskaðist mikið sem manneskja og fótboltamaður
Ég spilaði fullt af leikjum og þroskaðist mikið sem manneskja og fótboltamaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn var varafyriliði í síðustu undankeppni U21 landsliðsins.
Kolbeinn var varafyriliði í síðustu undankeppni U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ingi.
Adam Ingi.
Mynd: Getty Images
„Mér líður mjög vel í Gautaborg, þetta er mjög skemmtileg borg og frábær klúbbur," sagði Kolbeinn Þórðarson sem skrifaði undir samning við sænska félagið Gautaborg í síðustu viku. Hann kemur til Svíþjóðar frá Belgíu þar sem hann hefur spilað með Lommel í B-deildinni undanfarin ár.

Hann var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin og ræddu þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein við Kolbein.

„Þetta er 'upgrade' á Lommel en það var samt yndislegt að vera þar samt. Það er frábær bær líka, en þetta er allt öðruvísi. Hér búa næstum 700 þúsund manns, en í Lommel búa 36 þúsund. Lommel er skemmtilega staðsett, stutt í allar góðar borgir á meginlandinu."

„Núna er ég hóteli, það er verið að vinna í því að fá íbúð og bíl og svona. Þá verður þetta aðeins skemmtilegra."


Samningur Kolbeins er út tímabilið. En svo hvað? „Það er möguleiki á þremur árum í viðbót."

Hann var spurður hvernig síðustu vikur og mánuðir hafa verið eftir að hann vissi að hann væri á förum frá Lommel. „Ég fæ leyfi frá Lommel til að fara æfa með Gautaborg, þeir voru áhugasamir og mér leist vel á þetta. Ég tek nokkrar æfingar og svo fljótlega sjáum við að báðum aðilum líst vel á þetta. Þá fóru í gang samningsviðræður og unnið að lausn á öllum málum. Lommel og Gautaborg þurftu að ná samkomulagi sín á milli."

Kolbeinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Lommel en mátti leita sér að nýju félagi. „Það var samkomulag að ef það kæmi eitthvað upp sem ég vildi stökkva á þá yrði það ekki neitt vandamál."

Miðjumaðurinn var keyptur til Lommel frá Breiðabliki sumarið 2019. „Þetta var allt annað félag þegar ég skrifaði undir á sínum tíma. Þetta var lítið félag, Stefán Gíslason var þjálfari og stjórnin allt önnur. Í dag eru allir farnir sem voru þegar ég skrifaði undir. Þegar ég lít til baka þá var þetta mjög góður tími, ég spilaði fullt af leikjum og þroskaðist mikið sem manneskja og fótboltamaður. Þetta er gott lið, það eru rosalega góðir einstaklingar þarna og þú þarft að vera góður til að spila hjá Lommel. Það er enginn húmor fyrir að vera með einhverja sem eru ekkert mjög góðir. Það eru margir sem hafa staðið sig vel annars staðar eftir að hafa farið frá Lommel, það segir hversu góðir þeir eru í að búa til leikmenn."

Lommel er hluti af City Group ásamt mörgum öðrum félögum á mörgum stöðum í heiminum. Það var því mikið leikmannaflæði hjá Lommel á tíma Kolbeins þar.

„Það er kannski það sem hægt er að setja út á á þessum tíma, að ég spilaði með fáránlega mikið af leikmönnum og var held ég með sjö þjálfara á fjórum árum. Það er svolítið mikið, en maður lærir helling af þessu. Ég spilaði fyrir alla þjálfarana og tek það út úr því. Það var alveg krefjandi, en í fótbolta þarftu alltaf að vera sanna þig aftur, aftur og aftur. Ég þurfti bara að gera það, gerði það og á endanum spilaði ég fyrir alla þjálfarana sem komu. Ég átti kannski ekki að vera í miklu hlutverki hjá þeim, en ég endaði alltaf í stóru hlutverki."

„Það var mikil óvissa hvað yrði um félagið, en síðan sá maður fréttirnar að Manchester City væri að kaupa félagið. Þá hafði maður ekki miklar áhyggjur lengur,"
sagði Kolbeinn léttur. Kaupin gengu í gegn í Covid.

„Það var svolítil sýndarmennska, það eru alltaf 1-2 leikir þar sem allir sem eru eitthvað í City Group koma og horfa á leik. Það vildi svo skemmtilega til að Manchester City var að spila Meistaradeildarleik á móti Club Brugge. Brasilíumennirnir voru að ferðast beint úr landsliðsverkefni og ferðuðust beint til Belgíu. Þeir (Gabriel Jesus og Ederson) mættu á einn leik."

Gautaborg er stórt félag í Svíþjóð. „Félagið skiptir miklu máli fyrir fólkið sem býr hér og það eru rosalega góðir stuðningsmenn hérna. Auðvitað er skemmtilegra að spila fyrir framan fleira fólk, vera með meiri pressu úr stúkunni. Stuðningsmenn Lommel voru færri og öðruvísi, en stuðningsmennirnir hérna hjá Gautaborg eru á topp leveli. Stuðningsmenn Lommel létu okkur heyra það stundum, fengu margoft tækifæri til þess líka," sagði Kolbeinn sem fékk þó ekki að finna mikið fyrir því. „Ég var alltaf í uppáhaldi held ég, vona það allavega."

Það hefur verið uppselt á alla heimaleiki Gautaborgar þrátt fyrir dapurt gengi á tímabilinu. „Það er rosalega góður stuðningur hér."

Liðið er í 14. sæti og er í fallumspilssætinu sem stendur, með 19 stig eftir 20 leiki.

Hjá Gautaborg hittir Kolbeinn fyrir Adam Inga Benediktsson en þeir voru liðsfélagar í U21 landsliðinu í síðustu undankeppni. „Klárlega, Adam hefur hjálpað mér og tekið vel á móti mér," sagði Kolbeinn. Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Ungstirnin - Don't Call It A Comeback
Athugasemdir
banner
banner
banner