Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
banner
   þri 23. september 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valsari á reynslu hjá Brann
Kom inn á gegn KR í sumar.
Kom inn á gegn KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarinn Mattías Kjeld er þessa dagana í heimsókn hjá norska liðinu Brann þar sem hann er á reynslu. Þetta kemur fram á Bergens Tidende.

Mattías er fæddur árið 2009 og er nýorðinn 16 ára. Hann er enn gjaldgengur í 3. flokk.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður, unlingalandsliðsmaður sem á að baki sex leiki fyrir unglingalandsliðin og hefur í þeim skorað þrjú mörk, síðustu þrjá með U17 í ágúst.

Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum með meistaraflokki Vals í sumar; kom inn á í stórsigrinum gegn KR á Hlíðarenda og í seinni leiknum geng Zalgiris í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Hann er ekki samningsbundinn Val en ef Brann vill fá hann í sínar raðir yrði félagið að semja við Val um uppeldisbætur.

Mattías hefur áður farið á reynslu til Club Brugge, Hoffenheim og Borussia Mönchengladbach.

Freyr Alexandersson, sem var á sínum tíma aðstoðarþjálfari Vals og aðalþjálfari kvennaliðsins, er þjálfari aðalliðs Brann og þar spila Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson. Fyrr í þessari viku var fjallað um reynsluför Einars Freys Halldórssonar til félagsins en hann er leikmaður Þórs.

Athugasemdir