Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. nóvember 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Munum reyna allt sem við getum til þess að fá hann aftur til okkar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli
Jói Kalli
Mynd: Haukur Gunnarsson
Ísak Snær Þorvaldsson er í viðræðum við Breiðablik eins og greint var frá á laugardag.

Ísak er samningsbundinn Norwich á Englandi en lék seinni hluta síðasta tímabils og tímabilið í ár með ÍA á láni. Ísak er tvítugur miðjumaður og ræddi fréttaritari við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara ÍA, um Ísak.

Eruð þið að reyna halda Ísaki Snæ hjá ykkur?

„Já, algjörlega - við erum að reyna það. Hann er leikmaður Norwich sem gleymist stundum í þessari umræðu. Við vorum það heppnir að geta fengið hann og sannfært Norwich um að lána okkur hann tvisvar," sagði Jói Kalli.

„Ísak var frábær hjá okkur, er öflugur leikmaður og það kemur ekkert á óvart að lið á Íslandi séu á eftir honum. Hann er hörkuleikmaður og á mikla möguleika á því að bæta sig helling."

„Við höfum unnið í því, statt og stöðugt, að reyna halda leikmanni eins og honum. En auðvitað er þetta í höndunum á Norwich, þeir eiga leikmanninn og það er ekki í okkar höndum eins og staðan er núna."

„Það væri frábært fyrir okkur og við munum reyna allt sem við getum til þess að fá hann aftur til okkar - á hvaða forsendum sem það svo yrði. Ísak veit að við höfum gríðarlega mikinn áhuga á því að fá hann aftur til okkar,"
sagði Jói Kalli.

Sjá einnig:
„Stendur ekki og fellur á því hvort Óttar og Sindri hafi farið"
Athugasemdir
banner
banner