mið 23. nóvember 2022 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Jafntefli í síðasta leik ársins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska C-deildarliðið Esbjerg gerði 2-2 jafntefli við Thisted í síðasta leik liðsins í deildinni fyrir áramót.

Íslenski varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson var eins og venjulega í byrjunarliði Esbjerg og lék allan leikinn.

Esbjerg náði tveggja marka forystu en glutraði því niður í síðari hálfleiknum og þurfti að sætta sig við jafntefli, 2-2.

Þetta var síðasti leikur Esbjerg í C-deildinni á þessu ári en tímabilið hefst að nýju þann 12. mars.

Esbjerg er í 2. sæti deildarinnar með 36 stig en Ísak hefur spilað fjórtán leiki af sextán mögulegum og alla í byrjunarliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner