Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. desember 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýtur pressunnar - „Ef einhver spyr þá segist ég ætla að skora"
Mark skorað með U19 landsliðinu
Mark skorað með U19 landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Orri Steinn Óskarsson er leikmaður U19 ára liðs FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Orri er sautján ára gamall og vakti athygli fyrir markaskorun sína á árinu, skoraði 43 mörk í 37 leikjum.

Orri hefur slegið met Jonas Wind í unglingaliðum FCK en Wind er 22 ára og danskur landsliðsmaður.

Orri var gestur í hlaðvarpsþættinum Ungtirnin og var hann spurður hvort hann finni fyrir pressu á sér.

„Já, ég finn alveg fyrir pressu í hverjum einasta leik sem ég spila að skora mark. Það er það minnsta sem fólk býst við af mér. Ég nýt þess að fá þá pressu á mig í unglingaliðunum og ná að standast hana. Ég set líka pressu á sjálfan mig. Ef einhver spyr mig þá segist ég ætla að skora mark, ég nýt þess" sagði Orri.

Orðaður við stór félög - Fer í æfingaferð með aðalliðinu í janúar
Stórlið voru orðuð við Orra á dögunum. Þar má nefna Juventus, Ajax og Dortmund sem dæmi.

„Það er krefjandi að láta þetta ekki komast í hausinn á manni og maður verður að halda „kúlinu", reyna einbeita sér að einum hlut í einu og vera með hugann við verkefnið sem er fyrir hendi. Núna er ég að fara í æfingaferð með aðalliðinu og þar er hugurinn núna," sagði Orri.

Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður FCK og þekkir hann það ágætlega að vera orðaður við stór félög.

„Ég hef ekki rætt svona við hann. Ég og hann tölum mjög oft saman og erum í góðu sambandi. Ef það væri eitthvað þá væri ekkert mál að kíkja til hans og hann er örugglega frábær með þessi ráð," sagði Orri.
Ungstirnin - Tveir af okkar efnilegustu í hátíðarþætti
Athugasemdir
banner
banner
banner