Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
Fabrizio Romano: Ödegaard fer til Arsenal
Mynd: Getty Images
Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano er þekktur fyrir að vera fyrstur með fréttirnar og áreiðanlegur á sama tíma.

Hann segir norska sóknartengiliðinn Martin Ödegaard vera á leið til Arsenal á lánssamningi frá Real Madrid sem gildir út tímabilið.

Ödegaard er 22 ára gamall og var lykilmaður í sterku liði Real Sociedad á síðustu leiktíð. Þar átti hann að dvelja í tvö ár en Real Madrid ákvað að kalla hann fyrr heim eftir gott gengi með Sociedad.

Ödegaard hefur þó ekki fengið mikið af tækifærum undir stjórn Zinedine Zidane og er aðeins búinn að spila sex mínútur af fótbolta undanfarnar sex vikur. Hann vill fara út á láni í janúar og virtist vera á leið aftur til Sociedad þar til Arsenal hringdi.

Nú segir Fabrizio Romano að Ödegaard sé búinn að ákveða sig. Hann ætlar að ganga í raðir Arsenal á hálfs árs lánssamningi.

Ödegaard var að velja á milli Sociedad og Ajax þegar Arsenal skarst í leikinn. Ödegaard var óviss en eftir að hafa heyrt í Mikel Arteta ákvað hann að reyna fyrir sér í enska boltanum.

Arsenal fær ekki kaupákvæði með lánssamningnum og segir Times að félagið þurfi að borga 2,5 milljón punda til Real Madrid auk launa Ödegaard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner