Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 24. janúar 2023 20:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moshiri tilbúinn að selja Everton
Moshiri
Moshiri
Mynd: EPA

Breski miðillinn The Guardian greinir frá því í kvöld að Farhad Moshiri eigandi Everton sé tilbúinn að selja félagið.


Það hefur gengið afar illa hjá liðinu undanfarin ár en liðið var hársbreidd frá því að falla á síðustu leiktíð. Þá var Frank Lampard látinn fara í gær þar sem Everton situr á botni deildarinnar.

Moshiri keypti meirihluta í félaginu árið 2016 og stuðningsmenn liðsins hafa verið mjög ósáttir við stjórn félagsins undanfarið.

Stjórnarmönnum liðsins var meinað að mæta á síðasta heimaleik liðsins þar sem þeir voru taldir í mikilli hættu.

Moshiri setur 500 milljón punda verðmiða á félagið.


Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner