Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 24. febrúar 2021 15:52
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Tottenham gegn Wolfsberger: Bale á bekknum
Klukkan 17:00 verður flautað til leiks í London þar sem Tottenham leikur seinni leik sinn gegn austurríska liðinu Wolfsberger í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Jose Mourinho og lærisveinar eru með öll spil á hendi eftir 4-1 sigur í fyrri leiknum.

Gareth Bale skoraði og lagði upp í fyrri leiknum og hann er meðal varamanna í dag. Velski landsliðsmaðurinn hefur spilað alla sjö Evrópuleiki Spurs á tímabilinu.

Nile John, sautján ára sóknarmiðjumaður, gæti spilað sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Tottenham en hann er einnig á meðal varamanna.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og mun Stefán Árni Pálsson lýsa.

Byrjunarlið Tottenham: Hart (m); Doherty, Alderweireld, Dier, Davies; Winks, Sissoko; Dele, Lamela, Bergwijn; Vinícius.




Athugasemdir
banner