Sólon Breki lék með Skallagrími, Fjölni og Breiðabliki í yngri flokkunum. Í meistaraflokki hefur hann leikið með Blikum, Vestra og Leikni Reykjavík. Sólon er á leið inn í sitt fjórða tímabil með Leikni.
Á síðustu þremur leiktíðum hefur hann skoraði tíu, níu og níu mörk, alls 28 mörk í 57 leikjum. Hann hjálpaði Leikni að enda í öðru sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Sólon lék á sínum tíma þrettán unglingalandsleiki og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Á síðustu þremur leiktíðum hefur hann skoraði tíu, níu og níu mörk, alls 28 mörk í 57 leikjum. Hann hjálpaði Leikni að enda í öðru sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Sólon lék á sínum tíma þrettán unglingalandsleiki og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Sólon Breki Leifsson
Gælunafn: Mc Smálán
Aldur: 22, fæddur 1998
Hjúskaparstaða: Trúlofaður
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 4. júní 2015
Uppáhalds drykkur: Fjólublár collab
Uppáhalds matsölustaður: Apotekið
Hvernig bíl áttu: vw tiguan
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office, by far bestu þættir ever. Æði kemur svo næst á eftir, Binni Glee er kóngurinn
Uppáhalds tónlistarmaður: Drake, geitin
Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta voða sjaldan á hlaðvörp, sorry Hjöbbi
Fyndnasti Íslendingurinn: Dead tie á milli Skyra og Jóns Gnarr
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, gúmmi og mars
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Frá konunni “ja”
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍR
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: ödegaard held ég
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Siggi Höskulds
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pétur Viðars, örugglega topp gaur en leiðinlegur á velli úfff
Sætasti sigurinn: Selfoss 2018
Mestu vonbrigðin: Að fá ekki að klára síðasta season
Uppáhalds lið í enska: Arsenal því miður
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Skúla Sigurz, skóna af hillunni takk
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sævar captain, sá er góður! Líka ekkert eðlilega sexy þegar hann mætir í 66 peysunni sinni á æfingar sem er btw xs, hann elskar að sýna á sér skrokkinn!
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sólon Breki held ég bara
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: pass
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ósvald Jarl auto, hann er rosalegur!
Uppáhalds staður á Íslandi: Nesið baby
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: dettur ekkert í hug
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Fer alltaf í hægri sokkinn öfugan
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei ekkert þannig, horfi á Superbowl, hef gaman að því
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vapor, ef að gömlu góðu preddarnir væru ennþá til væri ég líklegast í þeim með sandinnleggið í
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku 100p, skil ekki afhverju það er ennþá verið að kenna þetta rugl
Vandræðalegasta augnablik: Þegar Gyrðir hætti ekki að tala um markið sitt á móti Víking Ó, kom í ljós seinna að það hafi verið sjálfsmark, Gyddi standard takk
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Binna Hlö, til að spila skák. Árna Elvar, hann er ekkert eðlilega vitlaus, gaman að honum. Sævar Atla, hann myndi minna okkur á sólarvörn og að drekka vatn. Daði vatnsberi í Leikni var nálægt en hann er að fara eignast barn þannig hann kemst því miður ekki með.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef aldrei farið á fótbotaleik í útlöndum
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ágúst Leo, hélt að hann væri drepleiðinlegur en hann er án gríns kóngurinn, shit hvað hann er fyndinn
Hverju laugstu síðast: Sagði við Daða áðan að hann væri kóngurinn
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ekkert eðlilega leiðiNlegt að teygja
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Væri til í að spyrja allar konur landsins afhverju Bjarki Aðalsteins sé á lausu, alvöru skrokkur
Daði Bærings Halldórsson
Athugasemdir