Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. apríl 2019 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Stebbi Gísla: Óraunhæft að berjast um að fara upp
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. er spáð 7. sætinu í spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni í sumar.

Stefán Gíslason tók við liði Leiknis fyrir tímabilið en hann þjálfaði Hauka í Inkasso-deildinni sumarið 2017.

„Ég er mjög ánægður með það að vera kominn aftur í þjálfun. Það er gott að vera í Breiðholtinu hjá Leikni. Fyrstu mánuðirnir hafa verið góðir, lærdómsríkir eins og alltaf þegar maður kemur inn í nýjan hóp og félag. En allt í allt mjög ánægjulegir þar sem samvinnan við þjálfara og leikmannahópinn hefur verið einstaklega skemmtileg."

„Þessi spá kemur mér svo sem ekkert á óvart, úrslitin í vetur og gengi okkar á síðasta ári er það sem verið er að miða við þannig að þetta er nokkuð eðlilegt held ég," sagði Stefán í samtali við Fótbolta.net.

„Markmið okkar er að gera betur en í fyrra og reyna að hanga í efri hluta deildarinnar allt mótið," sagði Stefán en Leiknir endaði í 7. sæti deildarinnar í fyrra og ef spáin gengur eftir enda þeir á sama stað í ár.

„Ég er mjög ánægður með hópinn eins og hann er orðinn í dag. Við höfum verið með lítinn hóp í allan vetur sem hefur gefið okkur tækifæri til að gefa ungum leikmönnum mikinn spilatíma og dýrmæta reynslu. Í dag er hópurinn orðinn fullskipaður og samkeppnin er orðin fín í öllum stöðum sem er mikilvægt."

Hann býst ekki við því að fá meiri liðsstyrk fyrir tímabilið.

„Hópurinn er fullskipaður og það þarf þá að vera eitthvað mjög sérstakt að koma inn á borð til okkar til að við bætum í hópinn."

Hann telur ekki raunhæft í dag að Leiknir sé að berjast um að fara upp í efstu deild.

„Ég tel raunhæft að við setjum það markmið og kröfu á okkur sem lið að vera í efri hluta deildarinn," sagði Stebbi Gísla að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner