Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Norski bikarinn: Viðar Ari og Sveinn Aron á skotskónum - Logi úr leik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Margir Íslendingar voru í eldlínunni í 2. umferð norska bikarsins í dag.

Viðar Ari Jónsson var hetja HamKam sem lagði Lorenskog 1-0. Hann lék allan leikinn ásamt Brynjari Inga Bjarnasyni.

Sarpsborg fór illa með Gamle Oslo en leiknum lauk með 6-1 sigri. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og skoraði fimmta markið.

Ólafur Guðmundsson var í byrjunarliðinu og Davíð Snær Jóhannsson kom inn á sem varamaður þegar Álasund vann 3-2 gegn Ull/Kisa. Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Viking sem lagði Flekkeroy 3-0.

Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður þegar Sandefjord vann Orn 2-0. Óskar Borgþórsson var í byrjunarliði Sogndal sem lagði Sandviken 4-0. Ísak Snær Þorvaldsson er á meiðslalistanum en hans menn í Rosenborg lögðu Strindheim 3-0.

Logi Tómasson og félagar í Stromsgodset eru úr leik en liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Mjolndalen. Logi skoraði úr sinni spyrnu en liðið klikkaði á tveimur. Eggert Aron Gudmundsson kom inn á sem varamaður þegar Brann vann Bjarg 2-0. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner