Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 24. maí 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu sigurmarkið: BATE bikarmeistari í fjórða sinn
BATE Borisov varð bikarmeistari í Hvíta-Rússlandi í dag eftir að hafa unnið Dynamo Brest 1-0 í framlengingu. Þetta var fjórði bikarsigur BATE frá upphafi.

Zakhar Volkov skoraði eina mark leiksins en það kom í uppbótartíma framlengingar eftir hornspyrnu.

Boltinn barst á Volkov eftir mikinn darraðadans í teignum og skaut boltanum í netið og braust út mikill fögnuður.

Willum Þór Willumsson kom inná sem varamaður í leiknum.

Hægt er að sjá sigurmarkið hér fyrir neðan.

Markið hjá BATE Borisov
Athugasemdir