Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. maí 2023 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona staðfestir brottför Alba
Jordi Alba og Sergio Busquets verða ekki með Barcelona á næsta tímabili
Jordi Alba og Sergio Busquets verða ekki með Barcelona á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Spænski vinstri bakvörðurinn Jordi Alba er farinn frá Barcelona en þetta staðfestir félagið í dag.

Alba eyddi átján árum hjá Barcelona og var með allra bestu bakvörðum spænsku deildarinnar um árabil. Hann hóf feril sinn í akademíu félagsins og söðlaði síðan um áður en hann snéri aftur árið 2012.

Þessi 34 ára gamli bakvörður vann sex deildartitla og Meistaradeild Evrópu einu sinni á tíma sínum hjá félaginu ásamt því að vinna Evrópumótið með spænska landsliðinu.

Hann átti ár eftir af samningi sínum hjá Börsungum en komst að samkomulagi við félagið um að rifta honum og er hann því frjáls ferða sinna.

Alba hafði misst byrjunarliðssæti sitt til Alejandro Balde en þetta er þriðji reynsluboltinn sem yfirgefur hópinn. Gerard Pique lagði skóna á hilluna fyrr á þessu tímabili og þá er Sergio Busquets á förum.


Athugasemdir
banner
banner
banner