
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV var kátur eftir stórsigur gegn Fylki í Lengjudeild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 5 - 0 Fylkir
ÍBV vann leikinn 5-0 og trónir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Jón Óli hrósaði leikmönnum sínum í hástert að leikslokum.
„Þetta voru miklir yfirburðir og við hefðum getað gert fleiri mörk en það var ánægjulegt að sjá baráttuna í Fylkisstelpum. Þær lögðu aldrei árar í bát," sagði Jón meðal annars eftir lokaflautið.
„Ég hafði trú á að við myndum verða í einu af þremur efstu sætunum í Lengjudeildinni. Ég vissi það þegar ég sá hvernig mynd var komin á hópinn í byrjun tímabils."
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 10 | 8 | 1 | 1 | 41 - 7 | +34 | 25 |
2. HK | 10 | 6 | 1 | 3 | 21 - 15 | +6 | 19 |
3. Grótta | 9 | 6 | 0 | 3 | 24 - 14 | +10 | 18 |
4. Grindavík/Njarðvík | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 - 15 | +2 | 17 |
5. KR | 9 | 5 | 1 | 3 | 22 - 21 | +1 | 16 |
6. Keflavík | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 - 12 | +2 | 12 |
7. Haukar | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 - 22 | -10 | 10 |
8. ÍA | 9 | 2 | 3 | 4 | 12 - 17 | -5 | 9 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 0 | 8 | 14 - 28 | -14 | 6 |
10. Afturelding | 9 | 1 | 0 | 8 | 3 - 29 | -26 | 3 |
Athugasemdir