Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. ágúst 2019 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Lingard og Lindelöf verstir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports hefur lokið við að gefa leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins í enska boltanum. Miðillinn ákvað að gefa ekki einkunnir fyrir leik Manchester United og Crystal Palace þannig þær eru fengnar frá öðrum síðum.

Victor Lindelöf og Jesse Lingard þóttu slakastir í liði Man Utd í tapinu þó David De Gea, Paul Pogba og Marcus Rashford hafi einnig gerst sekir um slæm mistök.

Patrick van Aanholt var maður leiksins og átti Gary Cahill einnig mjög góðan leik í hjarta varnarinnar. Van Aanholt gerði sigurmarkið á 92. mínútu eftir að hafa haldið Daniel James í skefjum stærstan hluta leiksins.

Í öðrum leikjum dagsins var Sebastian Haller sá eini sem skaraði framúr. Hann skoraði tvennu í 1-3 sigri West Ham á útivelli gegn Watford. Þetta er annar heimaleikurinn í röð sem Watford fær þrjú mörk á sig og þurfa lærisveinar Javi Gracia að taka sig á í varnarleiknum.

Man Utd:De Gea 6, Wan-Bissaka 6, Maguire 6, Lindelof 5, Shaw 6, McTominay 7, Pogba 6, Lingard 5, James 6, Martial 6, Rashford 6.
Varamenn: Greenwood 6, Young 6

Crystal Palace: Guaita 7, Ward 6, Kelly 6, Cahill 7, Van Aanholt 8, McArthur 7, Milivojevic 7, Kouyate 6, Schlupp 7, Zaha 6, Ayew 7.
Varamenn: Townsend 6, Benteke 6.



Watford: Foster (6), Femenia (6), Cathcart (5), Dawson (4), Holebas (5), Hughes (5), Capoue (5), Doucoure (6), Cleverley (5), Deulofeu (7), Gray (7).
Varamenn: Sarr (5), Welbeck (6)

West Ham: Fabianski (6), Fredericks (7), Diop (7), Ogbonna (7), Masuaku (6), Rice (7), Noble (7), Yarmolenko (5), Lanzini (7), Anderson (7), Haller (8).
Varamenn: Antonio (7), Fornals (6)



Sheffield United: Henderson (6), Basham (6), Egan (7), O’Connell (6), Baldock (7), Lundstram (6), Norwood (6), Freeman (7), Stevens (7), Robinson (6), McGoldrick (5).
Varamenn: McBurnie (7), Sharp (6), Morrison (5).

Leicester: Schmeichel (6), Fuchs (6), Soyuncu (8), Evans (6), Pereira (6), Tielemans (6), Choudhury (7), Praet (6), Maddison (7), Perez (6), Vardy (7).
Varamenn: Barnes (7), Morgan (6)



Brighton: Ryan (7), Duffy (6), Dunk (7), Stephens (6), Maupay (7), Andone (5), Trossard (8), March (6), Montoya (6), Propper (6), Burn (6).
Varamenn: Locadia (5), Gross (5), Murray (5)

Southampton: Gunn (7), Vestergaard (6), Ings (5), Adams (5), Romeu (6), Ward-Prowse (7), Redmond (8), Hojbjerg (5), Bednarek (6), Danso (5), Valery (6).
Varamenn: Djenepo (8), Armstrong (NA), Boufal (8).
Athugasemdir
banner
banner
banner