Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. september 2021 14:07
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Birnir verður afreksþjálfari FH (Staðfest)
Jóhann Birnir Guðmundsson og Árni Freyr Guðnason
Jóhann Birnir Guðmundsson og Árni Freyr Guðnason
Mynd: FH
Jóhann Birnir Guðmundsson er nýr afreksþjálfari FH en félagið tilkynnti þetta í dag. Hann mun einnig kom inn í þjálfarateymi 4. flokks karla.

Jóhann var síðast yfirþjálfari yngri flokka hjá Keflavík áður en hann lét nýverið af störfum.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu það í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðustu helgi að hann gæti tekið við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá FH.

FH hefur nú staðfest að hann hefur verið ráðinn til starfa og verður hann afreksþjálfari félagsins. Jóhann verður því í afreksteyminu og mun vinna einstaklingsmiðað með afreksmönnum FH ásamt öðrum þjálfurum félagsins.

Jóhann var afreksmaður sjálfur og spilaði meðal annars með Watford, Lyn, GAIS og Örgryte í atvinnumennsku áður en hann kom heim og kláraði ferilinn með Keflavík árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner