Það var greint frá því í gær hér á Fótbolti.net að Valsarinn Mattías Kjeld væri á reynslu hjá norska félaginu Brann.
Í kjölfarið tilkynnti Valur að annar Valsari væri á leið á reynslu erlendis. Loki Kristjánsson mun fara til danska félagsins Midtjylland.
Í kjölfarið tilkynnti Valur að annar Valsari væri á leið á reynslu erlendis. Loki Kristjánsson mun fara til danska félagsins Midtjylland.
Loki er leikmaður í 4. flokki Vals og mun í október fara til Jótlands. Midtjylland er með öflugt unglingastarf og eru þrír Íslendingar í unglingaliðum félagsins. Það eru Þórsararnir Egill Orri Arnarsson og Sigurður Jökull Ingvarsson, og Alexander Máni Guðjónsson sem kom frá Stjörnunni í sumar.
Loki er mjög hæfileikaríkur sóknarmaður sem hefur spilað með 2., 3. og 4. flokki á tímabilinu og átt stórt hlutverk í öflugu liði 4. flokks. Hann hefur einnig verið valinn í úrtakshópa KSÍ.
Þjálfarar frá Val fara með þeim Mattíasi og Loka í ferðirnar.
„Í samræmi við þá stefnu Vals að styðja við unga leikmenn í sinni þróun, fylgja þjálfarar félagsins leikmönnunum út þegar tækifæri gefast. Markmiðið er að veita drengjunum stuðning á vettvangi, mynda tengsl við félögin og nýta ferðina jafnframt til faglegs náms og innsæis inn í atvinnuumhverfið," segir í tilkynningu Vals.
Athugasemdir